Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.12.2010, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 08.12.2010, Qupperneq 42
26 8. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR26 menning@frettabladid.is ÓMAR Í MÚLANUM Ómar Guðjónsson gítarleikari kemur fram ásamt hljómsveit á síðustu tónleikum Jazzklúbbsins Múlans fyrir jól klukkan 22 í kvöld. Ómar leikur efni af sinni þriðju sólóskífu, Von í Óvon, sem kom út á dögunum. Tónlistin er blanda af rokki, djassi og poppi þar sem gítarinn er í forgrunni. Bækur ★★★★ Þrjár hendur Óskar Árni Óskarsson Ef þú hlustar vel á suðið í höfðinu á þér getur það gerst að þú heyrir járnbrautarlest nálgast úr fjarska og þegar þjónninn í veitingavagninum réttir þér vínlistann skaltu ekki hika við að velja það besta Þetta ljóð úr nýjustu ljóðabók Ósk- ars Árna Óskarssonar, Þrjár hend- ur, lýsir vel stemningu bókarinnar. Þar eru jöfnum höndum dregnar upp myndir af fegurð hversdags- leikans, skondnum uppákomum, djúpum sorgum, veikindum og dauða. Undir kraumar vissan um að lífið styttist í annan endann, hver mínúta skipti máli og það sé um að gera að vanda sig við að velja bestu bitana af hlaðborði daganna og þá ekki síður nóttanna. Því til undirstrikunar birtist sama ljóðið á tveimur stöðum í bókinni með mismunandi frumlagi: Ástin og óhreinar nærbrækur eru aldrei langt undan segir í ljóðinu á síðu 29 en á síðu 71 hefur frumlagið breyst og þar hljóm- ar það: Dauðinn og óhreinar nær- brækur eru aldrei langt undan Óskar Árni er skól- að ljóðskáld, sóar hvorki orðum né myndum og hefur einstakt lag á að koma stórum hugsunum til skila í fáum orðum. Ljóðin láta ekki mikið yfir sér en vaxa og dýpka við hvern lestur. Örfá orð verða heill heimur, vorstemning verður saga heillar mannsævi, draumur um eigin jarðarför, sem settur er fram í hálfkæringi, endurspeglar óttann við að hverfa og gleymast en lýsir um leið þeirri tilfinningu að vera á skjön við samferðamennina, lýs- ing á upplestri fimm ljóðskálda fyrir tvo áhorfendur verður skond- ið tilbrigði við það stef Þorsteins frá Hamri að ljóðið rati til sinna og svona mætti endalaust áfram telja. Mörg ljóðanna lýsa horfnum heimi og þótt ekki sé ýjað að því einu orði að sá heimur hafi verið betri er eftirsjáin áþreifanleg. Strætisvagnar og rútur leika stórt hlutverk, ljóðmælandinn er einlægt á ferð, án þess þó endilega að ætla sér neitt sérstakt. Ferðin er farin ferðarinnar vegna og tilraun- ir gerðar til að ná sambandi við sam- ferðamenn, oftast með litlum árangri, enda eru þeir stund- um staddir bæði innan bíls og utan á sama tíma. Undir og yfir og allt um kring sveimar sú tilfinn- ing að ferðinni fari nú senn að ljúka, dag- arnir séu taldir. Sú tilfinning áger- ist eftir því sem líður á bókina og lokaljóðinu lýkur á því að kaffið er komið um koll og penninn horfinn af borðinu. Ljóðin bera hvorki heiti né númer, formið er knappt og mynd- irnar eins og örsnögg leiftur sem lýsa upp afmörkuð augnablik. Augnablik sem stundum spanna eilífðina sjálfa. Friðrika Benónýsdóttir Niðurstaða: Meitluð ljóð sem vaxa og dýpka við hvern lestur. Bók sem án efa verður gripið niður í aftur og aftur. Í postulínsbúð næturinnar Hymnodia sacra nefnist nýr hljómdiskur sem inni- heldur lög úr samnefndu sálmasafni, því merkasta sem varðveist hefur frá 18. öld hér á landi. Diskurinn er smiðshöggið í þriggja diska útgáfu sem spannar tónlistar sögu fjögurra alda. Hymnodia sacra er stærsta íslenska söngvasafn sem varðveist hefur frá 18. öld, ritað af séra Guðmundi Högnasyni árið 1742, rétt áður en íslenskri sönghefð tók að snar- hnigna og féll í gleymsku. Kamm- erkórinn Carina vekur sálmana nú til lífs á nýjum hljómdiski undir stjórn Árna Heimis Ingólfssonar, sem annast einnig útsetningar, en Smekkleysa gefur út. „Ég myndi segja að gullöld íslenskrar tónlistariðkunar hafi verið í kringum 1600,“ segir Árni Heimir. „Hymnodia sacra er hins vegar síðasta ljóstýran áður en myrkrið hellist yfir. Guðmundur Högnason er einn sá síðasti sem tekur að sér að skrifa stórt hand- rit með lögum og nótum. Það voru gerð nokkur minni handrit en síðan deyr þessi hefð út upp úr 1750.“ Rof í íslenskri sönghefð Í handritinu má finna sönglög sem fylgdu Íslendingum lengi áður en þau féllu í gleymskunnar dá. „Eitt og eitt lifði áfram í sálma- bókum en voru ekki mikið sungin,“ segir Árni Heimir. „Í raun verður algjört rof í íslenskri sönghefð í kringum 1800. Fólk fór í auknum mæli að kynna sér hvað var að ger- ast í tónlist í Evrópu og við fórum að senda einn og einn Íslending til að læra tónlist í Kaupmannahöfn. Þeir sneru heim með kirkjusöng- hefð sem var allt öðruvísi en því sem Íslendingar áttu að venjast og markaði upphafið að þeim kirkju- söng sem tíðkaðist á 19. og 20. öld. Ný og allt öðruvísi lög komu til sögunnar en arfurinn þótti gam- aldags og púkalegur. Það er hins vegar köllun okkar tónlistarfræð- inganna að reyna að sýna fram á að það var hann alls ekki.“ Þótt tónlistarlíf á Íslandi hafi ef til vill ekki risið jafn hátt og í Evrópu fyrr á öldum, minnir Hym- nodia sacra á að Íslendingar voru aftur á móti langt því frá söngs- nauð þjóð. „Sem er einmitt það sem við erum að reyna að sýna fram á með þessari útgáfu,“ segir Árni Heim- ir, „meðal annars með því að finna upprunalegu útsetningar laga og búa til tengingu við Evrópu, sem hefðin byggði á. Sú tenging var ef til vill ekki mjög skýr 1742 en hafði verið það 100 til 150 árum fyrr.“ Útgáfa sem spannar 400 ár Útgáfan á sér nokkurn aðdraganda og á í raun rætur að rekja til þess þegar Árni Heimir var að ljúka BA- prófi í píanóleik og tónlistarsögu. „Ég var að kynna mér íslenska tónlistarsögu og álpaðist niður í handritadeild Þjóðar bókhlöðunnar. Þar tók á móti mér maður að nafni Kári Bjarnason, sem um það leyti var að hefja mikið starf í samvinnu við Helgu Ingólfsdóttur sembal- leikara um að grafa upp gömul handrit með nótum. Hann fór með mig inn í það allra heilagasta og sýndi mér öll þessi handrit með nótum sem enginn hafði stúderað að ráði. Í kjölfarið fór ég að gefa þessu meiri gaum.“ Í doktorsritgerð sinni um tví- söng tók Árni Heimir meðal ann- ars fyrir handrit sem tengdust við- fangsefninu. Úr því starfi varð til hljómdiskurinn Tvísöngur, sem Smekkleysa gaf út 2004. „Í kjölfarið fór ég skoða hand- ritin í víðara samhengi. Útkoman varð söngvasafnið Melódía, sem byggði á samnefndu handriti og gekk mjög vel. Hymnodia sacra er beint framhald af þeirri útgáfu.“ Samanlagt spanna þessir þrír diskar íslenska tónlistarsögu frá 1400 til 1800. „Við erum búin að rifja upp í söng um 400 ár sem voru nær alveg týnd og erum mjög stolt af því, þótt ég segi sjálfur frá,“ segir Árni Heimir. „Hymnodia sacra er smiðs höggið á þetta verkefni og hér með er því eiginlega lokið.“ Tónlistararfurinn metinn að verð- leikum Árni Heimir vonar að nú þegar sálmarnir eru komnir út eigi þeir eftir að öðlast nýtt líf. „Það væri mjög gaman ef þessi lög lifðu áfram hjá kórum og í sólóflutningi. Ég veit af söngvur- um sem hafa notað lög sem ég útsetti með lútu á Melódíu-diskn- um. Kannski mætti líka gefa út sönghefti fyrir söngnemendur með þessari tónlist.“ Fyrst og fremst vonast hann þó til að útgáfan verði til þess að Íslendingar læri að meta tónlistar- arfinn að verðleikum. „Þegar ég var í menntaskóla og byrja í tónlistarnámi heyrðist oft sú klisja að það hafi aldrei verið til nein tónlist á Íslandi nema púkaleg þjóðlagatónlist, rímur og tvísöngur. Ef okkur tekst að vinna bug á þess- ari mýtu yrðum við sem stöndum að útgáfunni mjög sátt.“ bergsteinn@frettabladid.is Tónar týndra alda hljóma á ný ÁRNI HEIMIR OG CARINA Hymnodia sacra er síðasta ljóstýran áður en myrkrið hellist yfir í tónlistariðkun Íslendinga, að sögn Árna Heimis. Séra Guðmundur Högnason var einna síðastur til skrifa stórt nótnahandrit áður en hefðin dó út í kringum 1750. Menningartímaritin streyma út hvert á eftir öðru um þess- ar mundir. Nýtt tölublað bók- menntatímaritsins Stínu kom út í vikunni. Meðal höfunda efnis eru Eiríkur Örn Norðdahl, Þór- dís Gísladóttir, Thor Vilhjálms- son, Magnea Matthíasdóttir og Guðbergur Bergsson, sem varar við að Íslendingar geri sér vonir um frægðarför á bókamessuna í Frankfurt að ári. Í fyrri viku kom út nýtt tölu- blað Tímarits Máls og menn- ingar. Þar eru greinar um þjóð- félagsmál áberandi að þessu sinni en greinar skrifa Pétur Gunnarsson, Haukur Már Helgason, Guðni Elísson og Ásgeir Friðgeirsson, sem fer yfir hrunið eins og það blasti við honum sem innanbúðarmanni í Landsbankanum. Tímaritið Andvari kom út í gær. Aðalefni blaðsins að þessu sinni er grein Hannesar Hólm- steins Gissurarsonar um Björn Ólafsson í Vífilfelli. Skammt er síðan hausthefti Skírnis kom út. Þar má meðal annars finna hugleiðingar Sigurðar Líndal um landsdóm auk þess sem Páll Theodórsson færir frekari rök fyrir þeirri skoðun að Ísland hafi líklega verið numið einum tvö hundruð árum fyrr en jafn- an er talið. Þá er þriðja tölublað bók- menntatímaritsins Spássíunn- ar væntanlegt á allra næstu dögum. Tímaritin streyma út STÍNA Guð- bergur Bergs- son segir ekki mikils að vænta á bóka- messunni í Frankfurt að ári í grein í Stínu. Jóladagatal Norræna hússins 1.-23. des. kl: 12.34

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.