Fréttablaðið - 08.12.2010, Síða 44
28 8. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR
Plötuútgáfan Record Records
ætlar að fagna uppskeru árs-
ins með veglegri tónleikaveislu á
Faktorý á föstudags- og laugar-
dagskvöld. Ensími, Bloodgroup,
Of Monsters and Men og Sing
For Me Sandra stíga á svið fyrra
kvöldið en Agent Fresco, Moses
Hightower, For a Minor Reflect-
ion og Útidúr á því síðara.
„Þetta var í fyrra á Sódómu og
gekk ósköp vel. Þá var þetta hald-
ið á miðvikudegi en það var bara
eins og á laugardagskvöldi,“ segir
Haraldur Leví hjá Record Records.
„Núna leigðum við nýtt hljóðkerfi
og þetta verða stærstu tónleikar
ársins á Faktorý.“
Miðaverð er 1.000 krónur á stakt
kvöld og 1.500 kr. á bæði kvöldin.
Húsið verður opnað kl. 22 bæði
kvöldin og hefjast tónleikarnir
hálftíma síðar. Forsala miða fer
fram á Midi.is, í Bókabúð Máls og
menningar á Laugavegi og Brimi í
Kringlunni. - fb
Fagna plötuútgáfu
AGENT FRESCO Hljómsveitin Agent Fresco stígur á svið á laugardagskvöld.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Gamanleikarinn Will Ferrell er
orðinn þreyttur á því að leika sömu
persónurnar og vill spreyta sig á
vondum körlum í auknum mæli.
Hann lék hinn illa Mustafa í Austin
Powers-myndunum og hafði mjög
gaman af því. „Ég hef ekki feng-
ið að prófa þetta nógu oft. Mustafa
var vondur en hann var í aukahlut-
verki og entist ekki lengi,“ sagði
Ferrell. „Illska hans fékk ekki að
njóta sín nógu vel.“
Nýjasta mynd Ferrells er teikni-
myndin Megamind. Þar leikur
hann náunga sem er illur en sýnir
á sér mjúkar hliðar. „Það var
gaman að leika í Megamind. Hann
lítur út fyrir að vera illur en síðan
kemst fólk að því að hann er góður
í sér og vill bara vera elskaður.“
Vill meiri illsku
WILL FERRELL Leikarinn vill spreyta sig á
fleiri illum persónum.
Dóttir gamanleikarans Jims
Carrey, Jane, hefur skilið við
eiginmann sinn Alex Santana eftir
einungis eins árs hjónaband. „Þau
verða áfram vinir og munu annast
í sameiningu uppeldi níu mánaðar
sonar þeirra,“ sagði blaðafulltrúi
leikarans. Jane Carrey, sem er 23
ára, eignaðist Jackson Riley, eina
barn þeirra fyrrverandi hjóna, í
febrúar síðastliðnum. Carrey og
Santana, sem eru bæði tónlistar-
menn, giftu sig í nóvember. Jane
er eina barn Carrey og fyrrver-
andi eiginkonu hans Melissu
Womer. Þau giftust 1987 en skildu
átta árum síðar.
Dóttir Jims
Carrey skilin
JIM CARREY Dóttir gamanleikarans er
skilin eftir aðeins eins árs hjónaband.
Börkur Sigþórsson gerir áhuga-
verða stuttmynd eftir handriti Stu-
art Beattie. Í aðalhlutverki er Björn
Thors sem leikstjórinn segir að sé
besti leikari sinnar kynslóðar.
„Við skutum hluta myndarinnar síðasta vetur
og núna erum við að klára,“ segir Börkur Sig-
þórsson, leikstjóri stuttmyndarinnar Come to
Harm. Myndin skartar Birni Thors í aðalhlut-
verki, en með önnur hlutverk fara Þrúður Vil-
hjálmsdóttir, Magnús Ragnarsson, Jóhannes
Haukur Jóhannesson og Jón Páll Eyjólfsson,
svo einhverjir séu nefndir.
Börkur segir þetta enga venjulega stuttmynd,
heldur sé hún hluti af mun stærra verki. „Þetta
verkefni kom til mín í gegnum fyrirtæki sem ég
tengist í Los Angeles en það fyrirtæki tengist
áströlsku framleiðslufyrirtæki sem á í rauninni
upphafið að þessu öllu saman,“ segir Börkur.
Framleiðslufyrirtækið ástralska fékk hand-
ritshöfundinn Stuart Beattie til þess að skrifa
gróft handrit að stuttmynd og síðan fengu sex
leikstjórar, hver úr sinni áttinni, handritin í
hendurnar. Þegar allir leikstjórarnir hafa lokið
tökum á myndunum, verða þær settar saman í
eina kvikmynd í fullri lengd. „Þetta er svolítið
eins og þú sæir sex mismunandi uppfærslur af
sama leikverkinu,“ segir Börkur.
Stuart Beattie er þekktur handritshöfund-
ur en úr smiðju hans eru myndir á borð við
Collateral, Australia og Pirates of the Caribbean
svo einhverjar séu nefndar. Börkur segir tök-
urnar hafa gengið ágætlega. „Þetta var frekar
lengi að komast af stað en þetta fer að klárast.“
Eins og áður sagði fer Björn Thors með aðal-
hlutverkið í myndinni. „Við Bjössi erum gamlir
félagar og höfum unnið mikið saman í gegnum
tíðina. Hann er einn af mínum nánari vinum og
er að mínu mati besti leikari sinnar kynslóðar.
Það var frekar augljóst frá upphafi hver myndi
fara með aðalhlutverkið,“ segir Börkur, en hann
vann myndina í samstarfi við Kvikmyndamið-
stöð Íslands og íslenska framleiðslufyrirtækið
Republik. kristjana@frettabladid.is
STÓR NÖFN Í STUTTMYND BARKAR
STYTTIST Í STUTTMYNDINA
Björn Thors (að ofan) og Þrúður Vil-
hjálmsdóttir fara með stór hlutverk í
myndinni Come to Harm sem Börkur
Sigþórsson leikstýrir.
Jólakaupauki
Flottur hátalari fylgir
GSM tilboði á meðan
birgðir endast.
Vertu með „four-
square“ í símanum
Jólainneign 1.000 kr. á mánuði í 12 mánuði fylgir.
Samsung Galaxy 5
0 kr. útborgun
m.v. 12 mánaða greiðsludreifingu eða 12x3.325 kr.*
www.ring.is / m.ring.is www.facebook.com/ringjarar
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
4
4
6
3
6
*Dreifingargjald 250 kr. á mánuði.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
folk@frettabladid.is
25 KG hafa farið af söngkonunni Jennifer Hudson síðan hún sló í gegn
í American Idol árið 2004.