Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.07.1888, Page 12

Sameiningin - 01.07.1888, Page 12
—7G— évo vísaS til nofndar, sem þessir 5 menn voru kvaddir í: FriSjón Friðriksson, Pálmi Hjálmarsson, Friðrik Jóliannes- son, Stefán Sigurðsson og Jón Jónsson. Fundi slitið kl. 5| e. m. Eftir kl. 7 sama kvökl og til kl. 11 fóru fram opinber- ar umrœður, sem öllum undantekningarlaust hafði verið boð- ið að taka þátt í, og var umrœðuefnið þetta: Er kirkjan með eða inóti frjáisri rannsókn ? Kirkjuþingið kaus Magn- iís Pálsson til að stýra þeim umrœðum. 5. FUNDR, þriðjudaginn 2G. Júní, kl. 9 f. m. Séra Stgr. þorlálcsson flutti bœn. — Allir á fundi.—Síð- asti fundargjörningr lesinn og staðfestr. Tekið fyrir málið: söfnuðirniríMinnesota. Eftir nokkrar umrœður var samþykkt, að kjósa 3 manna nefnd, til þess að semja ávarp frá kirkjuþinginu til þessara safnaða og hinna annarra íslenzku safnaða og floklca, sem enn ])á standa fyrir utan kirlcjufélagið. I þeirri nefnd voru: Jón Blöndal, Jón Skanderbeg og séra Magnús Skaftasen. Næst var tekið fyrir málið um sunnudagsskóla og fermingar; var samþyklct, að vísa því til 5 manna nefndar, og urðu í iienni: séra Jón Bjarnason, séra Stein- grímr þorláksson, séra Magnús Skaftasen, Sigfús Bergmann og Mawnús Pálsson. Næsta mál var b i n d i n d i s m á 1 i ð; var samþykkt, að setja í það 5 manna nefnd, og voru þessir nefndarm.: séra Steingrímr þorlálcsson, Sigurðr J. Jóhannesson, Tómas Asbjarnarson, Haraldr Pétrsson og Kristinn Olafsson. þá komu til umrœðu g rundvallarlaga b r e y t i n g- ar frá síðasta kirkjuþingi; var út af því máli sett 3 manna nefnd, og urðu í þeirri nefnd: Arni Friðriksson, Vilhelm Pálsson og Sigfús Bergmann. Næst á dagskrá var málið um minnisvarða yfir séra Pál heitinn þorláksson. Nálega umrœðulaust var því vísað til 3 manna nefndar, og þessir kvaddir í nefnd- ina: séra Friðrik J. Bergmann, Magnús Pálsson og Stefán Sigurðsson. þá voru lagðar fram skýrslur um fólkstölu, fermdra og ó- fermdra, í hinum ýmsu söfnuðum kirkjufélagsins, svto hljóðandi:

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.