Sameiningin - 01.11.1889, Side 1
Mánað'arrit til stuð'nings lcirlcju og kristindómi íslendinga,
gefið út af hinu ev. lút. kirlcjufélagi ísl. í Vestrkeimi.
RITSTJÓRI JÓN BJARNASON. . u. ■■ - ■■ ■„
4. árg. WINNIPEG, OKT. og NÓV., 1889. Nr. 8. og 9.
TO Bitd Jftatthmsar Joiimmssonar
Eptir Friðrik J. Bergmann.
Skáldið og presturinn Matthías Jochumsson hefur
tekið til máls út af grein þeirri, er stóð í Maí-núm-
eri „Sam.“ um skyldu/r vorar við ísland. Hann hefur
ritað langa og fjöruga grein um hana í 24. tölublaði
„Lýðs“. Með því að leiða ekki fram hjá sjer að svara
þeirri grein, hefur hann enn á ný fært löndum sínum,
bæði austan hafs og vestan, heim sanninn um það, að hann
er einn hinna sárfáu andlega vakandi manna þjóðar sinn-
ar. Enda má nú til þess ætlazt af honum, sem talinn er
öndvegishöldur hinna íslenzku skálda.
Hann kallar grein þessa „lögeggjan", enda mun það
ekki hafa verið fjarri tilgangi höfundarins, að hún væri
skilin á þá leið. Eins og lesendur blaðs þessa mun reka
minni til, fór jeg í grein þessari allhörðum orðum um
sinnuleysið, þögnina og dauðann, sem kæmi fram í krist-
indótnsmáiurn þjóðar vorrar. Jeg benti á það, að hvergi
í blöðum þeim nje tímaritum, sem út koma á Islandi,
væri talað eitt orð um hið kirkjulega ástand; þessir c.
200 guðfræðingar steinþegðu um það málefni, sem þoir hafa