Sameiningin - 01.11.1889, Side 6
—134—
með svo ótvíræðum orðum og svo hárri rödd, að ekki
hefur vcrið unnt að misskilja. j'iað kemur ]?ess vegna ó-
ncitanlega nokkuð undarlega fyrir, að vjer skulum vera
spurðir, hvort vjer tilheyrum ekki þeim stefnum, sem vjer
af alefli höfum barizt á móti.
Ekki á jeg heldur hægt með að sjá, af hverju sira
Matthías dregur það, að oss langi til að vera fríþenkjarar,
eptir því sem þetta orð er almennt skilið. því þeir einir
eru fríþenkjarar, eptir því sem jeg veit hezt, sem neita
því, að hi-n opinberuðu trúarbrögð kristinna manna hafi meiri
sannleika að geyma en þjóðsögur og æfintýri. Jeg veit
ekki til þess, að vjer höfum gefið neina þessháttar skoðun
í skyn. Miklu holdur höfura vjer átt í deilum við menn
með þess háttar skoðunum. Að sönnu heldur minn heiðraði
andmálsmaður, að oss muni ekki langa til að vera nema
„ofurlega lítið fríþenkjarar". En jeg veit heldur ekki til þess,
að vjer höfum nokkra sinni látið þá löngun í ljósi. Og
meira að segja, jeg býst ekki við, að vjer munum gjöra
það fyrst um sinn, hvað mikið sem ýmsa vini vora heima
á Islandi kynni að langa til að heyra oss gjöra einhverja
þessháttar játning. þióð vorri ríður víst meira á öðru en
fríþenkjurum. Hún á víst meir en nóg af þeirri vöru nú
á yfirstandandi tímum. það er eitt af niðurlægingar merkj-
um kirkjunnar, að hún hefur alið upp jafn-marga fríþenkj-
ara og útbreitt svo mikið trúleysi meðal barna sinna. Hið
aumasta af því öllu er þó fráhvarfið frá krisfcindóminum
meöal klerkanna sjálfra. það er ekki að búasfc við öðru,
en að fólkið tapi trú sinni, þegar kennilýðurinn veit ekki,
hverju hann á að trúa og er staddur í þessu aumkunar-
verða „millibils trúarástandi", sem síra Matthías taiar um.
Svo lítið langar oss hjer vestur frá, sem stöndum uppi í
vorri kirkjulegu baráttu hjer, til að vera fríþenkjarar, að oss
fjcll sár-illa trúarjátning síra Matthíasar, eins og hún kom
í ljós í grein hans í „Fjallkonunni" í sumar. Og yfir höf-
uð fellur oss það sárt, að hann, „hið elskulega skákl“ þjóð-
ar vorrar, skuli hallast að þeirri stefnu vorra daga, sem
jafnvel neitar guðdómi frelsara vors og slítur þannig hjart-
að úr kristindóminum. Hann hcfur kveðið kristindóminn