Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.11.1889, Qupperneq 18

Sameiningin - 01.11.1889, Qupperneq 18
Til þess sannleiksbaráttan í heiminum sje ekki eilíf endur- tekning, til þess mannsandinn fari ekki að óþörfu að heyja þær orustur á ný, sem hann áður hefur háð, til þess fram- sóknin í andans heimi verði ekki einlæg hring-sókn, — verð- ur að rita með óafmáanlegu letri á spjöld tímans sigur- vinningarnar, sem mannsandinn hefur unnið yfir villunni og- vonzkunni. þær sigurvinningar, sem unnar voru á siðbótartímabilinu í trúarlegu tiliiti, hafa verið skrásettar í liinu lang-merkileg- asta riti frá þeim tímum, Ágsborgarjátningunni; þeir Lúterstrúarmenn, sem síðan hafa gengið fram undir hennar merkjum og byggt ofan á þann grundvöll, sem feðurnir þá lögðu, hafa einlægt leitt sína kirkjudeild frá einni sigurvinn- ing til annarar; þar hefur verið sífeld framför, sífeld upp- stigning. En hinir, sem hafa misskilið verk feðranna og hafnað þeim grundvelli, sem þeir lögðu, hafa villzt inn í sömu ógöngurnar, og mannsandinn var staddur í á 15. öld- inni; þar hefur lífið verið apturför. ])aö er víst ekki tilgang- ur hans, sem leiðir gang sögunnar, að mannsandinn skuli vera a einlægu hringsóli, einlægt vera að snúast í kring um sjálf- an sig, heldur að hann gegn um stríðið og baráttuna, þokuna og ógöngurnar sje á gífeldri framsókn. En þetta getur liann því að eins, að mennirnir gleymi ekki mílustólpum lið- inna <alda. Oss Islendingum hjer fyrir vestan þykir það lifsspursmál fyrir oss, að hið kirkjulega líf vort geti orðið' framför. þess vegna viljum vjer byggja allt vort kirkjulega líf á þeirn grund- velli, sem sagan, eða drottinn sögunnar, rjettara sagt, hefur gelið oss. Trúarjátning kirkju vorrar höfum vjer þess vegna í heiðri og látum hana með annari hendinni varna oss frá vill- unni, en með hinni benda oss á miðdepil hins kristilega trú- arlífs, sem aldrei iná hverfa sjónum. Miðdepill hins kristilega trúarlífs er trúin á frelsara heimsins. Sá, sem hefur týnt trúnni á hann úr hjarta sínu, hefur um leið týnt skilningnum á aðal-atriðum kristindónisins úr höfði sínu. Að lifa í jafn- innilegu sambandi við frelsara sinn, og nann lifði í við sinn himneska föður, meðan hann dvaldi hjer á jörðunni, er full- komnunar-liugmynd hins kristilega trúarlífs. En að vekja

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.