Sameiningin - 01.11.1889, Side 20
—148-
ar, með neinni lífshreifing, sem gæti orðið þeim yfirsterkari.
Hún hefur einiægt sýnt það með allri sinni framkomu,
að hún er langt á eptir tímanum.
Hin helzta framför, sem orðið hefur í hinum guðfræð-
islega heimi á þessari öld, finnst mjer vera í því fólgin, hve
mikið ljósari hin mannlega hlið kristindómsins er orðin nú,
en hún var á fyrri öldum. ])ótt trúarjátningar kirkjunn-
ar sjeu hafðar í heiðri, er ekki lengur lögð jafn-einstreug-
ingslega hörð áherzla á hin ýmsu smærri atriði, og áður
var gjört. það er þungamiðja kristindómsins, sem öll hin
trúarlega hugsun hneigist að. Aldrei hefur vitnisburðurinn
um Jesúm Krist verið fluttur með meira afli og sterkari
persónulegri sannfæring, síðan á dögum postulanna, en ein-
mitt á yfirstandandi tímum. Hið bezta vopn, sem kirkjan
getur haft á móti vantrúnni, er sterk og lifandi persónu-
leg trú á frelsarann og friðþæginguna. ])ar, sem kirkjuna
skortir þetta vopn, stendur hún verjulaus uppi. Með hin-
um lifandi vitnisburði um hina guð-mannlegu persónu frels-
arans getur kirkjan að eins leyst það hlutverk sitt af hendi,
að leiða börn sín inn í trúarinnar og kærleikans samband
við hann. — það er framúrskarandi merkilegt atriði þetta,
að meðan hin trúarlega hugsun aldarinnar hneigist að
þungamiðju kristindómsins, persónu frelsarans, hneigist hin
trúarlega hugsun á Islandi frá þessari þungamiðju. Með-
an hinn kristni heimur kemst til dýpri og gleggri sann-
færingar um guðdóm frelsarans gegnum dýpri og gleggri
skilning á hinni mannlegu hlið lífs hans, eru fleiri og
fleiri af kirkjunnar mönnum á Islandi, sem týna sannfær-
ingunni um guðdóm lausnarans úr hjarta sínu. Hvers
vegna? Vegna þess þeir hafa staðið fyrir utan allt starf
aldarinnar í trúarefnum, og hafa þannig staðið uppi verju-
lausir gagnvart hinum sterku vantrúarhugsunum, sem brot-
jzt hafa inn yfir þá úr öllum áttum.
Hafi hugsun fólka vors dregizt frá þungamiðju krist-
indómsins, þarf sannarlega að draga hana þangað apt-
ur. þess vegna setjum vjer allra-efst á vort kirkjulega
prógram hinn lifandi vitnisburð um frelsarann og frið-
þæginguna. Vjer leitumst við að leiða hugi fólks vors inn