Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1889, Síða 22

Sameiningin - 01.11.1889, Síða 22
—150 sækja öll sín gögn til þeirrar bókar, sem er hin eina al- gilda regla fyrir trú, kenning og líferni kristinna manna. J)eir, sem koma vilja á einhverri breyting til hins betra í trúarlegu tilliti, kalla fólkið til iðrunar og apturhvarfs og koma kærleikanum’ til hins friðþægjandi frelsara inn í hjörtun, verða að gjöra það með nýja testamentið í hönd- unum. það væfi sannarlega undarlegt, að ætla sjer að re- formera kirkju Krists með því að leggja nokkra aðra bók til grundvallar, hvort sem hún heitir Agsborgarjátning, fræði Lúters, Vídalíns postilla eða Helga-kverA það hefur víst engum af oss, sem barizt höfum fyrir málum kirkju vorr- ar hjer fyrir vestan, nokkru sinni komið til hugar. Eitt af því, er oss liggur þyngst á hjarta, er það, að kenna fólki voru að taka biblíuna ofan af hyllunni og láta hana hjer eptir verða þess lcærustu guðsorðabók, í staðinn fyrir postillur og húslestrarbækur. Til þess að stuðla til þess, að þetta verði gjört, er kennsla í biblíunni sjálfri látin fara fram á hverjum sunnudegi á sunnudagsskólum safnaða vorra, þar sem þeim á annað borð iiefur verið komið á. þar er unglingunum kennt að lesa í biblíunni frá því þeir verða læsir og þangað til þeir eru um tvítugt, og hinar ýmsu bækur hennar eru útlistaðar fyrir þeim, eptir því sem föng og efni eru á. Jeg trúi ekki öðru, en þeim af bræðrum vorum heima, sem á annað borð er nokkuð annt um kristindóminn, þætti það fögur sjón, ef þeir sæu um 200 unglinga saman komna í drottins húsi nokkurn tíma á hverjum sunnudegi, og vera að njóta kennslu og upp- fræðslu í biblíunni af ekki færri en 20 kennurum. þá sjón gætum vjer sýnt þeim í þeim af söfnuðum vorum, sem fjölmennastur er og lengst á leið kominn, og jeg trúi því ekki, að þeir fengjust þá ekki til að viðurkenna, að þar hefur eitt spor verið stigið, og það all-langt, til að kenna fólkinu að lesa biblíuna og elska það orð, sem hún talar til mannanna.—Hjer er þá eitt atriði enn, sem vjer höf- um ritað á vort kirkjulega prógram, og sem oss virðist enwan veginn lítils virði. I sambandi við þá fræðslu, sem sunnudagsskólar vorir *) Sbr. ummæli sira Matthíasar í LýS,

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.