Sameiningin - 01.11.1889, Síða 23
—151—
veita unglingunum, stendur undirbúningur sá undir ferm-
inguna, sem vjer leitumst við að láta þeim í tje. Oss
virðist, sem fermingar-athöfnin hati verið skoðuð á ætt-
jörð vorri sem dauð seremonía og sje það enn. Sú upp-
fræðsla, sem allur þorri íslenzkra presta gefur ungmenn-
unum, er víst ekki nema nafnið tómt. })ví sú skoðun er
orðin almenn hjá fólki voru, að þessi undirbúningstími
undir ferminguna eigi að vera sem allra-stytztur og ung-
lingarnir eigi að fermast sem allra-yngstir, hvort sem nokk-
ur líkindi eru til, að hlutaðeigandi hafi öðlazt þann and-
lega þroska, sem til þess útheimtist, að gjöra sjer grein
fyrir hinum ýmsu atriðum kristilegrar trúar. -— þetta mál
hefur opt verið rætt í blaði voru, og skal jeg því vera
stuttorður utn það hjer. Fermingin á að vera innifalin í
frjálsri játning þess, sem trúna hefur öðlazt, um það, að
hann sje og vilji vera sannur lærisveinn Jesú Krists; og
sá, sem gjörir þessa góðu játning, á að gjöra hana, af því
það er orðin honum þörf. Undirbúningurinn undir ferm-
inguna á að leiða hina ungu inn í samfjelagið við lausn-
arann, kenna þeim að umgangast hann í bæninni og leiða
þeim lærisveinsstöðuna þannig fyrir sjónir, að hin opinbera
játning geti bæði verið frjáls og sönn og sprottin af
lifandi sannfæring. — Að leitast við að láta undirbúninginn
undir ferminguna vera þannig er eitt af því, sem vjer
liöfum ritað á vort kirkjulega prógram.
Eitt af því, er vjer leitumst við að koma hirium ungu
í skilning um — og annars öllum, sem vjer náum til — er
það, að ekki sje unnt að nema kristindóminn utan að,
svo að nokkru gagni sje, heldur sje hann innifalinn í
því, að maðurinn breyti eptir dæmi frelsarans, sökum
þess að hjarta hans sje fullt af lifandi trú og kærleik.
Stefna hugarfarsins kemur ósjálfrátt fram í lííi mannsins.
Hafi kærleikurinn til frelsarans sett sitt innsigli á hana,
segja orð hans og gjörðir greinilega til þess. jiaö er svo
tii ætlazt, að kristnir menn sjeu salt jarðarinnar. Kirkj-
an á eldci að láta neitt mannlegt vera sjer óviðkomandi.
j)að er ein af stór-syndum hennar, að hún hefur svo
opt vanrækt hina borgaralegu hiið lífsins, Hún hefur lát-