Sameiningin - 01.11.1889, Síða 25
•153—
bendingum í siðferðisáttina; en þær vantar allt afl til aS
geta gripið hugi nianna, af því orðatiltækin og hugleiðing-
arnar eru svo almenns eðlis, að þær koma hvergi við það
líf, sem þær ættu að lýsa. Prestarnir ættu að setjast við
fætur hinna realistislcii skálda, sem nú eru uppi víðs veg-
ar um löndin, og læra af þeim að lýsa lífinu, eins og það
er í ljótleik þess og niðurlæging, til þess að láta Ijósbirtu
kristindómsins falla með því skærari ljóma yfir það. Kirkj-
an á að hripsa vopnin úr höndum þeirra, sem misskilja köll-
un hennar og á nióti henni berjast. og bregða þeiin sjálf.
Hún á að sýna það, að hennar beztu menn eru jafn-herraborn-
ir og hverjir aðrir og geta ferðast eins ofarlega á fjalllendi
mannlegrar hugsunar og þeir, sem djarfastir eru. Annars dregst
hún aptur úr og verður hrum af elli, meðan æskan hendir
gaman að hærum hennar og dregur dár að elliglöpuin hennar.
þegar hún flytur sannleiksþyrstum mönnunum erindi ki-istin-
dómsins, rná hún ekki særa upp úr gröfum liðinna alda
hina fölleitu vofu þess siðalærdóms, sem annars vegar er
rændur lífsneista kristindómsins, og hins vegar slitinn úr
sambandi við það líf, sem hann á að kenna mönnum af
lifa. I verkum skáldanna þekkja mennirnir sig aptur, af
því þau lýsa satt og rjett iífinu og tifinninguin mannanna
í upphefð og niðurlæging. I ræðum prestanna ættu menn-
irnir einnig að þekkja sjálfa sig aptur í stríði sínu og
baráttu, bágindum og neyð. Sú ræðan er bezt, sem getur
látið hverjum tilheyrandanna út af fyrir sig tínnast, að
hún beina orðuin sínum að honum, lýsa hans sálarástandi
og rjetta honum þau sannindi, sem sál hans þyrstir eptir.
Ef kirkjan prjedikar siðalærdóm á annað borð, eins og
hún sjálfsagt á og þarf að gjöra, verður hún að setja hann
í samband við það ijelagslíf, sem hverjum kristnum manni
er ætlað að taka þátt í. Hún á að lypta öllum lífshreif-
ingurn, sem uppi cu í tímanum, upp í ijósbirtu kristin-
dómsins og fella yfir þær svo rjettlátan dóm, sem drottinn
gefur henni skilningsþroska til. — AS leitast við að láta
kenning vora í hinni kristilegu siðfræði stefna í þessa átt
er eitt af því, sem sjerstaklega vakir fyrir oss hjer fyrir
vestan. (Niöurl, í næsta nr.).