Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.12.2010, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 20.12.2010, Qupperneq 28
 20. desember 2010 MÁNUDAGUR28 timamot@frettabladid.is JOHN STEINBECK, bandarískur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (1902-1968) lést þennan dag. „Það vill enginn ráðleggingar, bara staðfestingu.“ Ríkisútvarpið fagnar 80 ára afmæli í dag. Afmælisárið hefur verið við- burðaríkt og var þjóðinni boðið í heimsókn í Útvarpshúsið í október í tilefni afmælisins. Hér gefur að líta nokkrar skemmtilegar myndir úr sögu Ríkisútvarpsins. 31. desember 1930: Ríkisútvarpið er stofnað. Á fyrstu áratugum Útvarpsins er aðeins sent út á einni útvarpsrás og fyrsta árið er aðeins sent út í nokkrar klukkustundir á hverju kvöldi. 30. september 1966: Sjónvarpið hefur útsendingar. Fyrst um sinn er einungis sjónvarpað tvisvar í viku á föstudögum og miðvikudögum. Fljótlega er útsendingardögum fjölgað í sex en ekki sent út á fimmtudögum. 1983: Sjónvarpsútsendingar alla mánuði ársins, en áður var frí í júlí. 1. október 1987: Útsendingar Sjón- varpsins eru sjö daga vikunnar. September 1981: Tekið á móti erlendu fréttaefni í gegnum gervihnött. 1983: Rás 2 tekur til starfa og er henni ætlað að höfða til yngri hlust- endahóps en Rás 1. 1987: Útvarpið flyst í Efstaleiti 1. 30. september 1991: Textavarp Sjón- varpsins lítur dagsins ljós. 1996: Þjónusta Ríkisútvarpsins á internetinu hefst. 2000: Sjónvarpið flyst í Efstaleiti 1. 1. apríl 2007: Ríkisútvarpið ohf. tekur til starfa með breyttu rekstrar sniði. RÍKISÚTVARPIÐ: STOFNAÐ FYRIR ÁTTATÍU ÁRUM Hluti af daglegu lífi landans DESEMBER 1971 María Markan óperusöngkona og Pétur Pétursson þulur ræðast við í sjónvarpssal. Viðtalið var tekið fyrir þáttinn Kona er nefnd. 365/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR 1962 Valdimar Örnólfsson stjórnar morgunleikfimi í Ríkisútvarpinu. Hljóðnemi hangir fyrir framan Valdimar og undir spilar maður á píanó. 365/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR 1962 Jón Múli Árnason í hljóðstofu Útvarpsins með öskubakka og sígarettur sér við hlið. 365/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR UM 1970 Séra Sigurbjörn Einarsson biskup og Ólafur Ragnar Grímsson, alþingismaður og síðar forseti, eru umkringdir ungu fólki í sjónvarpssal. 365/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR 1974 Gísli Rúnar Jónsson og Júlíus Brjánsson sem Kaffibrúsakarlarnir ásamt Þórhalli Sigurðssyni (Ladda), Bjarna Jónssyni, teiknara hjá sjónvarpinu, og Þóri Steingrímssyni tæknimanni hjá sjón- varpinu. 365/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR Okkar ástkæra Guðný Gísladóttir frá Hnappavöllum í Öræfum, síðar Sogni í Kjós andaðist á Hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði miðvikudaginn 15. desember. Útförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandanda Guðni K. Elíasson. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Björn Berthel Líndal Fyrrverandi forstjóri, Hraunvangi 1 Hafnarfirði, sem lést á heimili sínu þann 14. desember síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn 22. desember kl. 13:00. Guðmundur Ingi Björnsson Ingibjörg Bertha Björnsdóttir Guðmundur Pedersen Árni Már Björnsson Ásrún Jónsdóttir Sigurbjörn Björnsson Unnur Petra Sigurjónsdóttir Vilborg Anna Björnsdóttir Sigurður Flosason barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Þórhallur Magnússon, Fv. Flugstjóri, Asparási 6, Garðabæ, Verður jarðsunginn frá Vídalínskirkju þriðjudaginn 21. Desember kl. 15.00 Hafdís Guðbergsdóttir Guðberg Þórhallsson Sigrún Stefánsdóttir Hulda Þórhallsdóttir Jóhann Kristinsson Barnabörn og barnabarnabarn. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Hilmar R.B. Jóhannsson lést á hjúkrunarheimilinu Mörk þriðjudaginn 7. desember. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Fyrir hönd aðstandenda, Birgir Hilmarsson Sonur minn, Marteinn Rafn Sigurðsson var bráðkvaddur sjöunda þessa mánaðar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Við viljum þakka öllu því góða fólki sem annaðist hann til hinstu stundar. Guð blessi ykkur öll. Sigurður S. Guðmundsson Anna Lísa Sigurðardóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.