Fréttablaðið - 30.12.2010, Side 33
30. DESEMBER 2010 FIMMTUDAGURHeilsuátak
Má bjóða þér aðgang að öllum tímum,
jafnt opnum sem lokuðum námskeiðum?
Í Baðhúsinu borgar þú aðeins 5.990* kr. á
mánuði og hefur aðgang að öllu þessu með
þátttöku í KK klúbbnum.
Klárar konur sjá hvaða leið er hagstæðust.
-innifalið í áskrift-
w w w. b a d h u s i d . i s
S í m i 5 1 5 1 9 0 0
5.
99
0
*
á
m
án
uð
i í
K
K
á
sk
rif
ta
rk
lú
bb
nu
m
, l
ág
m
ar
ks
tím
i 1
2
m
án
uð
ir.
H
æ
gt
e
r
að
v
el
ja
u
m
3
le
ið
ir,
Sk
ól
aá
sk
rif
t,
G
ru
nn
ás
kr
ift
o
g
Eð
al
ás
kr
ift
.
Fr
ír
að
ga
ng
ur
a
ð
lo
ku
ðu
m
tí
m
um
fy
lg
ir
G
ru
nn
- o
g
Eð
al
ás
kr
ift
.
Nánari upplýsingar á www.badhusid.is/kk
Konur hafa sótt baðhúsið í 17
ár. Eftir áramótin hefjast heilsu-
átaksnámskeið til viðbótar við
fasta tíma stöðvarinnar.
„Uppistaðan í starfseminni eru
fastakúnnarnir sem hafa komið
árum saman. Margar hafa verið
með frá uppphafi og nú eru einn-
ig margar konur að koma aftur
inn. Baðhúsið var hluti af stórri
keðju á tímabili en er nú aftur
komið í einkaeigu Lindu Péturs-
dóttur. Það er allt önnur og nota-
legri stemming þegar hlutunum
er ekki fjarstýrt af stóri batteríi,“
útskýrir Kristjana Þorgeirsdótt-
ir, verkefnastjóri líkamsræktar í
Baðhúsinu.
Baðhúsið hefur starfað í 17 ár.
Það er einungis ætlað konum og
segir Kristjana megináherslu
ávallt hafa verið lagða á nota-
legt umhverfi. Meðal þess sem
er á dagskrá Baðhússins strax
eftir áramótin eru heilsuátaks-
námskeið sem hafa jafnan verið
vel sótt.
„Heilsuátak eru alltaf gríðar-
lega vinsæl námskeið hjá okkur.
Þrátt fyrir að fólk sé farið að
æfa meira allt árið um kring fer
það líka á skemmri námskeið til
að fá meira utanumhald,“ segir
Kristjana en námskeiðin fyll-
ast hratt þessa dagana. „Á þess-
um tíma er fólk að taka sig á eftir
vellystingar jólanna. Námskeiðin
eru hins vegar ákveðinn kjarni
í dagskránni hjá okkur allt árið
og við byrjuðum að keyra þessi
námskeið í nóvember. Þau eru
byggð upp á vaxtarmótandi æf-
ingum og styrktarþjálfun og eins
fáum við næringarþerapista sem
heldur fyrirlestur um mataræði
almennt. Fólk þarf alltaf áminn-
ingu varðandi mataræði. Þó að
þetta séu hlutir sem fólk kannski
veit og kann virðist hollustan allt-
af eiga erfitt uppdráttar á móti
vel lystingunum.“
Stundaskrá Baðhússins býður
upp á fjölbreytta tíma og nefnir
Kristjana Hot jóga, Tabata og
Salsaleikfimi sem vinsæla tíma
en margar æfinganna í Baðhús-
inu eru með dansívafi. Hún segir
einnig vinsælt að mæta til æf-
inga eldsnemma á morgnana og
er meðal annars boðið upp á nám-
skeið klukkan 7 á morgnana.
„Það er alltaf að verða vinsælla
að konur drífi sig fyrir vinnu í
ræktina. Ef fólk nær þeirri rútínu
þá vill það ekki skipta. Það er gott
að vera búin að þessu að vinnu-
degi loknum.“ Kristjana segir
einkaþjálfun einnig mjög vin-
sæla og hafi í raun aukist síðustu
ár frekar en hitt. „Þetta er eitt af
því sem fólk á ekki að minnka við
sig. Þú ert miklu betur undirbúin
til að takast á við aðrar áhyggjur
í lífinu ef þú ert í góðu líkamlegu
ástandi. Maður á ekkert eftir ef
maður missir heilsuna. Við finn-
um alls ekki fyrir minni aðsókn,
frekar gleði og notalegri stemm-
ingu hér í Baðhúsinu.“
Notalegheit í Baðhúsinu
Kristín Rúnarsdóttir er einn af þjálfurum Baðhússins og er til dæmis með námskeið snemma á morgnana. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
„KK klúbburinn er okkar áskriftar-
klúbbur við Baðhúsið. Þar borga
konurnar alltaf lægsta mögulega
gjald á mánuði allt árið um kring
en lágmarks binditími er 12 mán-
uðir. Þá er ekki hægt að nota þá
afsökun að kortið sé útrunnið
til að sleppa við ræktina,“ segir
Kristjana hlæjandi. Meðlimir
KK klúbbsins fá ótakmarkaðan
aðgang að öllum opnum tímum,
tækjasal, heitri laug, vatnsgufu
og hvíldarhreiðri auk 10 prósenta
afláttar af snyrtivörum og af þjón-
ustu snyrtistofu, nuddstofu og af
heilsudrykkjum. Einnig er hægt að
skrá sig í svokallaða Eðal áskrift.
„Þá fær viðkomandi handklæði
í hvert skipti sem mætt er, ár-
skort í sundlaugarnar og dekur-
pakka sem hægt er að nota yfir
allt árið á snyrtistofu Baðhússins,
tíma hjá einkaþjálfara, næringar-
þerapista og margt fleira. Ásókn í
Eðal áskriftina hefur aukist mikið
því það munar ekki nema 1.000
krónum á Eðaláskrift og grunn-
áskrift í KK klúbbnum, en þæg-
indin eru mikil.“
KK klúbbur og Eðaláskrift
Meðlimir KK klúbbsins fá ótakmarkaðan aðgang að öllum opnum tímum, tækjasal,
heitri laug, vatnsgufu og hvíldarhreiðri.