Fréttablaðið - 02.11.2010, Page 6
6 2. nóvember 2010 ÞRIÐJUDAGUR
STJÓRNMÁL Til þess að komast út
úr kreppunni þurfum við að nýta
auðlindirnar og vera með hvetj-
andi skattkerfi sem laðar hingað
fjárfestingar.
Þetta sagði Bjarni Benediktsson,
formaður Sjálfstæðisflokksins, við
kynningu á þingsályktunartillögu
flokksins um „aðgerðir til að stuðla
að sátt við heimilin, verja velferð
með ábyrgum ríkisfjármálum, efla
atvinnulífið og fjölga störfum“.
Ályktunin sem allur sextán
manna þingflokkur Sjálfstæðis-
flokksins stendur að, verður lögð
fram á þingi á fimmtudag.
Bjarni sagði margt í tillögunni
kunnuglegt frá fyrri tillögu flokks-
ins en nauðsynlegt væri að ítreka
sumt af því sem áður hefði verið
sagt. Ástandið hefði versnað, upp-
haflega hefði staðið til að sam-
starfið við Alþjóðagjaldeyrissjóð-
inn stæði fram á þetta haust. „En
eins og allir sjá hefur gjörsamlega
mistekist að skapa umhverfi fyrir
ný störf, koma fjárfestingu af stað
og það er mikil örvænting á heim-
ilunum.“ Tillögur flokksins væru
grundvöllur þess að hér yrði áfram
verðmætasköpun og störfum tæki
að fjölga á ný.
Bjarni rakti kostnaðinn við tillög-
ur sjálfstæðismanna. Saman dregið
kostuðu skattaaðgerðirnar rúma 30
milljarða og áherslur í skólamálum
kostuðu nokkra milljarða að auki.
„Þá kemur á móti sú fjölgun starfa
sem við teljum að sé raunhæft að
leggja upp með hér. Hún mun á
móti bæta stöðu ríkis sjóðs í kring-
um 36 milljarða á næsta ári og 33
milljarða 2012.“ Ráðstafanirnar
færðu því ríkissjóði bata sem næmi
um tveimur milljörðum umfram
þann sem áform ríkisstjórnarinn-
ar myndu færa.
Enn og aftur ítrekaði Bjarni þá
skoðun Sjálfstæðisflokksins að við
gætum hvorki skattlagt okkur út úr
kreppunni né lokað fjárlagagatinu
með niðurskurði einum saman.
Bjarni sagði mikilvægt að ljúka
fjárhagslegri endurskipulagningu
fyrirtækja. Ekki ætti að vera vand-
kvæðum bundið að greiða úr vanda
þeirra sem skulduðu milljarð eða
minna og byggja á raunhæfum
rekstraráætlunum. Að sama skapi
væri ljóst að ekki yrði öllum fyrir-
tækjum bjargað, sum yrðu að fara
á hausinn. bjorn@frettabladid.is
Hægt að skapa 22.000 störf
Sjálfstæðisflokkurinn leggur til víðtækar efnahagsaðgerðir fyrir heimilin, atvinnulífið og ríkissjóð. Draga
ber skattahækkanir til baka, lækka greiðslubyrði, auka aflaheimildir og fara í stóriðjuframkvæmdir. Flokkur-
inn telur að þrátt fyrir skattalækkanir færi tillögurnar ríkissjóði betri afkomu en leið ríkisstjórnarinnar.
Heimilin
■ Skattahækkanir ríkisstjórnarinnar
verði dregnar til baka á næstu
tveimur árum.
■ Greiðsluaðlögunarúrræði verði
einfölduð verulega og rýmkuð frá
því sem nú er.
■ Öllum sem þess óska standi til
boða að lækka greiðslubyrði fast-
eignalána um allt að 50% næstu
þrjú ár gegn lengri lánstíma.
■ Þeir sem missa atvinnu eigi rétt á
frystingu á greiðslum vegna hús-
næðisskulda í allt að sex mánuði.
■ Þeim sem misst hafa fasteignir
sínar vegna mikillar skuldsetningar
eða gjaldþrots verði gert kleift að
endurleigja gegn hóflegri greiðslu
sem endurspegli markaðsverð.
Atvinnulífið
■ Þorskafli verði aukinn um 35
þúsund tonn.
■ Horfið verði frá hugmyndum um
fyrningarleið.
■ Framkvæmdir við álver í Helguvík
verði hafnar.
■ Arðbærum framkvæmdaverkefn-
um verði komið af stað í sam-
vinnu við lífeyrissjóðina og aðra
fjármögnunaraðila.
■ Stjórnvöld leiti í fullri alvöru leiða
til að koma af stað orkufreku
atvinnuverkefni að Bakka.
■ Óhagkvæmir skattar sem letja
verðmætasköpun verði afnumdir.
■ Skattaafslættir vegna rannsókna
og þróunarstarfs verði auknir enn
frekar.
■ Afsláttur frá tryggingargjaldi verði
veittur fyrirtækjum sem sýnt geta
fram á að störfum hafi fjölgað árin
2011 og 2012.
■ Skattaafslættir vegna hlutafjár-
kaupa verði innleiddir á ný.
■ Vörugjöld og verndartollar sem
skekkja samkeppni og rýra hag
almennings verði endurskoðaðir.
■ Aðstoð verði veitt fólki sem hefur
verið atvinnulaust í sex mánuði
eða lengur og hefur áhuga á að
hefja eigin rekstur.
■ Aðilum vinnumarkaðar verði falin
umsjón með málefnum atvinnu-
lausra.
■ Endurskipulagningu skulda fyrir-
tækja verði að fullu lokið fyrir 31.
mars 2011.
Ríkisreksturinn
■ Ríkissjóður verði rekinn hallalaust
2013. Við niðurskurð og sparnað
verði tryggður jafn réttur allra til
grunnþjónustu í heimabyggð.
■ Hagræða þarf í grunn- og fram-
haldsskólum og byggja á aukinni
hagkvæmni á háskólastiginu.
■ Útrýma á fátæktargildrum í lífeyr-
is- og bótakerfum og skerpa hvata
til atvinnuþátttöku.
■ Lífeyrisréttindakerfi opinberra
starfsmanna verði samræmt
almenna kerfinu.
■ Heilbrigðiskerfið verði endurskipu-
lagt með aukinni hagkvæmni,
auknu svigrúmi fyrir starfsemi
einkaaðila og í auknum mæli
verði byggt á samkeppni.
Leið Sjálfstæðisflokksins
LEIÐIN KYNNT Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kynnti tillögu
flokksins í efnahagsmálum í Valhöll í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/PJÉTUR
HJALTEYRI Gamla síldarverksmiðj-
an á Hjalteyri við Eyjafjörð verð-
ur seld eða leigð út, ef tillögur
sveitarstjórnar Hörgársveitar ná
fram að ganga. Listafólk hefur
meðal annarra haft aðstöðu í
verksmiðjunni undanfarin tvö
ár. Þetta kemur fram á nordur-
landid.is.
Verksmiðjan var með afkasta-
mestu síldarvinnslum Evrópu
þegar hún var byggð 1937. Seint
á 7. áratugnum lagðist vinnsla
af í verksmiðjunni, sem er um
7.000 fermetrar að stærð. Aðeins
hefur ríflega helmingur húsanna
verið nýttur undanfarin ár og
vill sveitar stjórnin auka nýtingu
þeirra.
Breytingar á Hjalteyri:
Síldarverksmiðj-
an seld eða leigð
SJÁVARÚTVEGSMÁL Frístundaveiði-
bátar í krókaaflamarkskerfinu
veiddu samtals 264 tonn á þessu
ári, samkvæmt tölum Fiski-
stofu.
Um 200 bátar veiddu aflann,
allt frá nokkrum kílóum upp í
tæp 13 tonn.
Hvíldarklettur ehf. og Sumar-
byggð hf. á Vestfjörðum voru
aflahæst í frístundaveiðunum.
Aflinn telst í krókaaflamarks.
Þá varð afli í sjóstangaveiði-
mótum 151 tonn í ár en hann er
utan kvóta.
Aflaháir bátar á Vestfjörðum:
264 tonn veidd í
frístundaveiðum
FRÁ HJALTEYRI Selja á eða leigja út
gömlu síldarverksmiðjuna á Hjalteyri
samkvæmt hugmyndum sveitastjórnar í
Hörgársveit. FRÉTTABLAÐIÐ/VERA
Réðist á leigubíl
Lögregla handtók í fyrrinótt ölóðan
mann sem hafði skeytt skapi sínu á
leigubíl. Maðurinn sparkaði ítrekað
í leigubílinn svo skemmdir hlutust
af en stökk á flótta þegar vitni að
aðförunum ætluðu að skerast í
leikinn. Hann féll fljótlega í götuna og
var hirtur upp af lögreglu. Hann svaf
síðan úr sér vímuna í fangaklefa.
LÖGREGLUFRÉTTIR
EFNAHAGSMÁL Atvinnuleysi mælist
nú 7,5 prósent í Þýskalandi, sem
merkir að rúm 3,1 milljón manna
er þar án atvinnu, samkvæmt upp-
lýsingum hagstofu Evrópusam-
bandsins.
Óendurskoðaðar tölur sem Ursula
von der Leyen, vinnumálaráðherra
Þýskalands, lak til fjölmiðla þar í
landi á fimmtudag bentu til sjö pró-
senta atvinnuleysis. Slíkar tölur
hafa ekki sést í Þýskalandi í átján
ár, síðan árið 1992.
Þrátt fyrir það geta Þjóðverj-
ar verið sáttir. Dregið hefur úr
atvinnuleysi þar samfleytt í sextán
mánuði og er það nú nokkuð undir
meðalatvinnuleysi á evrusvæð-
inu. Þar mælist það 10,1 prósent og
hefur aldrei verið meira.
Minnst er atvinnuleysið í suð-
austurhluta Þýskalands, sem áður
tilheyrði Vestur-Þýskalandi, eða
nálægt fjórum prósentum. Í fyrr-
verandi Austur-Þýskalandi er það
hins vegar yfir tíu prósentum.
Financial Times hefur eftir þýsk-
um sérfræðingum aukna atvinnu-
þátttöku haldast í hendur við bata
efnahagslífsins í Þýskalandi. Þar er
spáð 3,4 prósenta hagvexti á árinu.
- jab
Aukin atvinnuþátttaka í Þýskalandi er í takt við bættar efnahagshorfur þar í landi:
Atvinnuleysi mælist 7,5 prósent
MÁLIN RÆDD Vinnumálaráðherrann
Ursula von de Leyen lak tölum til fjöl-
miðla á miðvikudag sem bentu til mun
minna atvinnuleysis en raunin varð. Hér
ræðir hún við Angelu Merkel, kanslara
Þýskalands. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Góður ávöxtunarkostur – einnig í áskrift
*Árleg nafnávöxtun frá 15.01.2001 til 31.09.2010. Ávöxtun í fortíð er ekki
ávísun á ávöxtun í framtíð.
Áskriftarsjóður ríkisverðbréfa er verðbréfasjóður skv. lögum nr. 30/2003
um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Rekstrarfélag verðbréfasjóða ÍV
hf. er rekstrarfélag sjóðsins. Útboðslýsingu og nánari upplýsingar er hægt
að nálgast á heimasíðu www.iv.is. Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér
útboðslýsingu sjóðsins og þá sérstaklega umfjöllun um áhættuþætti.
@Hafðu samband við
ráðgjafa okkar í síma
460 4700 eða kynntu þér
málið á www.iv.is
Eiga stjórnvöld að setja aukið
hlutfall fjármuna til rannsókn-
arstarfs í samkeppnissjóði?
Já 36,6%
Nei 63,4%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Finnst þér þú borða nógu
hollan mat?
Segðu skoðun þína á vísir.is
KJÖRKASSINN