Fréttablaðið - 02.11.2010, Síða 10

Fréttablaðið - 02.11.2010, Síða 10
10 2. nóvember 2010 ÞRIÐJUDAGUR Skoðanakannanir í Bandaríkjun- um spá demókrötum ekki góðum árangri í þingkosninunum, sem haldnar verða í dag. Þeir hafa haft öruggan meirihluta í báðum deildum þingsins, en nú virðist ætla að verða breyting þar á. „Það er eiginlega gefið að þeir missi meirihlutann í fulltrúa- deildinni,“ segir Magnús Sveinn Helgason, sérfræðingur í banda- rískum stjórnmálum. „Það þarf eitthvað mjög merkilegt að ger- ast til að svo verði ekki. Það gerir enginn ráð fyrir því. Stóra spurn- ingin snýst um það með hversu miklum mun demókratar tapa í fulltrúadeildinni, og hvort meiri- hluti repúblikana verður mjög naumur.“ „Eiginlega er engin spenna heldur um öldungadeildina,“ segir Magnús, „því allar líkur eru til að demókratar haldi meirihluta sínum þar. Það þarf eitthvað mjög skrýtið að gerast til að það verði ekki.“ Mesta spennan Magnús segir að mesta spenn- an í kosningunum snúist í kring- um það hvernig Teboðshreyfing- unni svonefndu vegnar, umdeildri grasrótarhreyfingu róttækra hægrimanna innan Repúblikana- flokksins sem hefur heldur betur hrist upp í kosningabaráttunni. „Í því sambandi beinast sjón- ir manna einkum að Nevada, þar sem Sharron Angle býður sig fram gegn Harry Reid, leiðtoga meirihluta Demókrataflokksins í öldungadeild. Það er allt útlit fyrir að Angle vinni, en þó er ekki alveg útilokað að Reid haldi sætinu. Ef svo fer, að Angle tapar eða vinnur mjög nauman sigur þá munu það verða með áhugaverð- ustu niðurstöðum kosninganna, því í byrjun ársins leit út fyrir að Reid myndi tapa með gríðar- legum mun, því hann hefur ekki verið mjög vinsæll. Angle er hins vegar það róttæk að henni hefur tekist að reita fylgið af Repúblik- anaflokknum, og tapi hún verð- ur það túlkað sem mikill ósigur fyrir Teboðshreyfinguna.“ Allt samkvæmt bókinni Fyrir fram á það reyndar að koma fáum á óvart þótt demókratar tapi fylgi í þessum kosningum, sem eru fyrstu millikosningarnar eftir að Barack Obama var kosinn for- seti fyrir tveimur árum. „Það er nánast ófrávíkjanleg regla að flokkur sitjandi forseta Sjónir manna beinast að Nevada Demókratar í Bandaríkjunum hafa síðustu daga reynt að draga eftir því sem hægt er úr því tapi, sem þeirra bíður í þingkosningunum í dag. Magnús Sveinn Helgason segir mestu spennuna í kosningunum snúast um frambjóðendur Teboðshreyfingarinnar svonefndu. FORSETINN OG VARAFORSETINN Barack Obama og Joe Biden mega búast við erfið- leikum við að koma lögum í gegnum þingið næstu tvö árin. NORDICPHOTOS/AFP Harry Reid, leiðtogi demókrata í öldungadeild, gæti hæglega misst þingsæti sitt í kosningunum í dag. Hann er orðinn sjötugur og hefur setið á þingi fyrir Nevadafylki síðan 1983, fyrst í fulltrúadeildinni og síðan í öldungadeild frá 1987. Repúblikaninn og Teboðsframbjóðandinn Sharron Angle keppir við Reid um þingsætið og virðist ætla að velta honum úr sessi. Harry Reid í baráttu við teboðskonu Sparaðu með Siemens Siemens er þekkt fyrir umhverfisvæna stefnu sína og er í fremstu röð þegar skoðaðar eru tækninýjungar er varða orkusparnað á heimilum. A T A R N A Nóatúni 4 • Sími 520 3000 www.sminor.issparnaður -50% 1995 2010 0,13 kwst. sparnaður -36% 1995 2010 0,11 kwst. 0,07 kwst. sparnaður -48% 1995 2010 Þvottavél WM 16S770DN Orkunotkun miðuð við þvott á 1 kg á 60° C. Uppþvottavél SN 46T590SK Orkunotkun miðuð við borðbúnað fyrir einn. Kæliskápur KG 36VX74 Orkunotkun miðuð við 100 l á sólarhring. 0,48 kwst. 0,25 kwst.0,26 kwst. FRÉTTASKÝRING: Þingkosningar í Bandaríkjunum Guðsteinn Bjarnason gudsteinn@frettabladid.is ÖÐRU VÍSI KOSNINGASTEMNING Fjölmennasti kosningafundur ársins var haldinn í Washington um helgina að frumkvæði sjón- varpsgrínistanna Jons Stewart og Stephens Colbert undir kjörorðinu: Endurreisum heilbrigði og/eða ótta. NORDICPHOTOS/AFP tapar í millikosningum. Einnig er nánast gefið að sá flokkur, sem er við völd þegar efnahagsástandið er svona slæmt, tapar atkvæð- um,“ segir Magnús. „Fyrir utan þetta, þá er það líka nánast venjulegt ástand í Bandaríkjunum að flokkur for- setans sé ekki með meirihluta í báðum þingdeildunum. Og svo er eitt í viðbót, því demókratar unnu svo stóra sigra bæði 2006 og 2008 að þeir hafa verið með mörg sæti sem voru sögulega sæti Repúblik- anaflokksins.“ Illvígt þrátefli Magnús segir ástandið í þinginu verða gjörbreytt fari svo, sem allt bendir til, að demókratar missi meirihluta sinn í fulltrúadeild- inni. „Þingið mun ekki starfa með forsetanum, svo það stefnir í tvö ár af þrátefli milli þings og forseta. Þetta verður ekki bara pattstaða, heldur má búast við illvígum átökum því Repúblik- anaflokkurinn hefur beinlín- is lýst því yfir að það sé helsta markmið hans á næstu tveimur árum að grafa undan forsetanum og koma í veg fyrir að hann nái endurkjöri eftir tvö ár.“ Þetta þýðir að Bandaríkjafor- seti mun eiga erfitt með að koma lögum í gegnum þingið. „Það má til dæmis gefa sér að næstu tvö árin verða ekki sam- þykktar neinar nýjar aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsaloft- tegunda,“ segir Magnús. Óljós framtíð Ekki er gott að segja hvernig Teboðshreyfingunni reiðir af eða hvaða áhrif hún hefur á Repúblik- anaflokkinn til frambúðar. „Teboðshreyfingin er grasrótar- bylting innan Repúblikanaflokks- ins og hann nýtur góðs af því. Hins vegar á eftir að sjá hvern- ig spilast úr þessu til lengri tíma litið. Þessi hreyfing er mjög rót- tæk og það gæti verið slæmt fyrir flokkinn að vera kominn of langt til hægri þegar efnahagsástandið batnar og óánægjufylgið minnk- ar.“ Bandaríkjamenn ganga til þingkosninga á tveggja ára fresti, jafnan fyrsta þriðjudaginn í nóvember, og er þá kosið um alla þingmenn fulltrúadeildar, en þeir eru alls 435, og þriðjung þingmanna öldungadeildar, eða 37 þetta árið. Forsetakosningar eru í Bandaríkj- unum haldnar á fjögurra ára fresti þannig að í annað hvert skipti eru þingkosningar án forsetakosninga. Auk þess er efnt til ríkisstjórakosn- inga á hverju ári, og í ár eru þær haldnar í 39 ríkjum. Kosið á tveggja ára fresti

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.