Fréttablaðið - 02.11.2010, Side 14
14 2. nóvember 2010 ÞRIÐJUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
greinar@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
HALLDÓR
Reykjavíkurborg hefur þróast hratt í átt til fjölmenningarsamfélags á undan-
förnum árum. Í upphafi árs 2010 voru
borgar búar 118.326 talsins og af þeim voru
8,1 prósent, um 9.555, með erlent ríkisfang.
Þá eru ekki taldir með þeir innflytjendur
sem fengið hafa íslenskan ríkisborgararétt.
Laugardaginn 6. nóvember fer fram
fyrsta fjölmenningarþingið sem haldið er af
Reykjavíkurborg. Þar mun fólk af erlendum
uppruna, búsett í Reykjavík, fá tækifæri
til að koma skoðunum sínum um þjónustu
borgarinnar á framfæri. Þingið fer fram í
Borgarleikhúsinu frá kl. 10 til 14. Markmið-
ið með þinginu er að bæta þjónustu Reykja-
víkurborgar við innflytjendur en með fjöl-
breytilegri mannlífsflóru liggur í hlutarins
eðli að krafan um þjónustu tekur breyt-
ingum. Með fjölmenningar þinginu vonast
borgin til að geta mætt þörfum nýrra íbúa
borgarinnar betur með því að hlusta á þær
raddir sem þar koma fram.
Það er stjórn borgarinnar mikilvægt að
heyra raddir íbúa til að geta mótað þjónust-
una með því að taka tillit til mismunandi
þarfa þeirra. Krafan um þjónustu getur
verið ólík frá fólki með mismunandi menn-
ingarbakgrunn en markmið borgarinnar er
að allir borgarbúar njóti sem bestrar þjón-
ustu burt séð frá uppruna þeirra.
Í mannréttindastefnu Reykjavíkurborg-
ar segir að tryggt skuli að innflytjendur
og fólk af erlendum uppruna eigi greiðan
aðgang að þjónustu borgarinnar. Þá skal
tekið mið af þörfum innflytjenda þegar
þjónusta á vegum borgarinnar er skipulögð
og stofnunum borgarinnar ber að búa til
aðgengilegt og auðskilið upplýsingaefni um
þjónustu borgarinnar á tungumálum þeirra
hópa sem fjölmennastir eru í Reykjavík.
Loks er kveðið á um í mannréttindastefn-
unni að starfsfólk borgarinnar skuli leggja
sig fram um að skapa andrúmsloft sem sé
laust við fordóma í garð einstaklinga vegna
uppruna, litarháttar, þjóðernis eða menn-
ingarlegs bakgrunns.
Á fjölmenningarþinginu verður kosið í
fyrsta fjölmenningarráð Reykjavíkurborg-
ar en tilgangur ráðsins er að vera ráðgef-
andi fyrir mannréttindaráð og stofnanir
borgarinnar í málefnum innflytjenda. Allir
sem eru eldri en 18 ára, búa í Reykjavík
og eru af erlendum uppruna geta boðið sig
fram til ráðsins en það verður skipað fimm
fulltrúum og tveimur varamönnum.
Það er von mannréttindaráðs að sem
flestir innflytjendur sjái sér fært að mæta
á fjölmenningarþingið og það verði vett-
vangur uppbyggilegra skoðanaskipta til að
bæta þjónustu borgarinnar.
Hlustum á raddir innflytjenda
Innflytj-
endamál
Margrét
Sverrisdóttir,
Sigurjón Birgir
Sigurðsson,
Margrét Kristín
Blöndal, Bjarni
Jónsson, Björn
Gíslason,
Þórey
Vilhjálms-
dóttir, Elín
Sigurðardóttir
fulltrúar í
Mannréttindaráði
Reykjavíkurborgar
Þ
ingmenn Hreyfingarinnar og lausbeislaður hópur
kenndur við tunnumótmæli, sem varaformaður
Frjálslynda flokksins er í forsvari fyrir, hafa lagt
til að mynduð verði utanþingsstjórn sem hafi það
verkefni að leysa úr brýnustu vandamálum þjóðar-
innar. Tunnumótmælendur segja þau mál vera skuldavanda
heimilanna og vaxandi atvinnuleysi en Hreyfingin nefnir að
auki að setja þurfi lágmarks framfærsluviðmið og ráðast í lýð-
ræðisumbætur. Fjárlög eru líka á lista Hreyfingarinnar yfir
verkefni utanþingsstjórnarinnar og báðar hreyfingar segja að
endurskoða beri samstarfið við
Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.
Að baki hugmyndum um
utanþingsstjórn búa draum-
ar um að hægt sé að leysa úr
öllum helsta vanda þjóðarinnar
með töfrabrögðum. Því miður
ríma slíkir draumar ekki við
veruleikann. Auðvitað væri
óskandi að hægt væri að segja hókus pókus, burt með atvinnu-
leysið og skuldir heimilanna. Hér skal fullyrt að væri það
hægt hefði ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur þegar gripið til
þess ráðs. Þó að margt megi segja um stjórnina getur enginn
maður með góðu móti sagt að hún sé hlynnt atvinnuleysi og
óyfirstíganlegum skuldum.
Hugmyndir Hreyfingarinnar og tunnufólksins ganga út á
að færa stjórnmálin að hluta frá stjórnmálamönnunum og yfir
til óskilgreinds hóps manna. Reyndar ekki alveg óskilgreinds
því Hreyfingin vill að hann taki meðal annars mið af tillögum
Hagsmunasamtaka heimilanna um lausn bráðavanda skuld-
settra heimila. Hreyfingin leggur sem sagt utanþingsstjórninni
verkefnið í hendur og ætlast þá til að í hana veljist fólk sem
telur tillögur Hagsmunasamtakanna færar og er tilbúið að fara
að þeim. Gagnlegt væri fyrir stjórnina að fá sambærilegar leið-
beiningar um hvernig ráðast eigi gegn atvinnuleysinu. Sama
á við um samstarfið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Hvað þýðir
að það eigi að endurskoða? Á að breyta efnahagsáætluninni
eða hætta samstarfinu? Og hvað meinar Hreyfingin þegar hún
nefnir fjárlög sem verkefni utanþingsstjórnar?
Eins og áður sagði snúast tillögur um utanþingsstjórn að
hluta til um flutning stjórnmálanna frá stjórnmálamönnun-
um. En aðeins að hluta. Löggjafarvaldið verður eftir sem áður
í höndum Alþingis og 48. grein stjórnarskrárinnar, þar sem
segir að alþingismenn séu eingöngu bundnir við sannfæringu
sína, er í fullu gildi.
Ætlast Hreyfingin og varaformaður Frjálslynda flokksins
til þess að Alþingi greiði atkvæði með frumvörpum utanþings-
stjórnarinnar með bundið fyrir augun? Á þingið að fá formlega
stöðu sem afgreiðslustofnun framkvæmdarvaldsins?
Tillögur um utanþingsstjórn eru ágætar til að sýna ímugust
á ríkisstjórninni. En raunhæfar eru þær ekki.
Gæti utanþingsstjórn leyst skuldavanda
heimilanna og útrýmt atvinnuleysinu?
Varla, því miður
SKOÐUN
Björn Þór
Sigbjörnsson
bjorn@frettabladid.is
Krísustjórnun
Það mæðir mikið á Þjóðkirkjunni.
Kynferðisbrot og ásakanir um trúboð
í skólum ber þar hæst. Upplýsinga-
fulltrúi Biskupsstofu og upplýsinga-
gefinn verkefnisstjóri hafa reynt
að dempa höggið en gengið mis-
jafnlega. Svo á kirkjan að skera
niður eins og aðrar stofnanir
en segist ekki eiga fyrir því. Þar
að auki sé hún of mikilvæg til
þess. Og hvað gera kirkjunnar
menn þá? Jú, þeir eyða
900 þúsund krónum
í að bæta ímynd sína
með almannatengsla-
þjónustu.
Í góðum félagsskap
Samtökin Vantrú voru að sjálfsögðu
fyrst til að segja frá þessu í gær. Hvað
eiga fyrirbærin Alcoa, Bændasam-
tökin, Fjarðaál og ríkiskirkjan
sameiginlegt? spurðu
þeir Vantrúuðu.
Jú, þau eru öll í
viðskiptum við KOM
almannatengsl. Eins
og reyndar fjöldi
annarra fyrirtækja
og samtaka.
Grænn eða grár hagvöxtur
Norðurlandaráð fundar þessa
dagana í Reykjavík. Umhverfisvernd,
endurnýjanleg orka og sjálfbærni eru
mönnum ofarlega í huga. Norður-
löndin virðast hafa komið sér saman
um að svokallaður grænn hag-
vöxtur sé eina skynsamlega leiðin
út úr kreppunni. Á nákvæmlega
sama tíma kynnir Sjálfstæðis-
flokkurinn sína leið út
úr kreppunni. Einna
mikilvægustu vörðurnar
á þeirri leið eru álver
í Helguvík og álver á
Bakka.
stigur@frettabladid.is
ERTU MEÐ
VIÐKVÆMA HÚÐ?
Finnur þú fyrir þurrki í leggöngum, kláða, sveppasýkingu
eða færðu sár við notkun dömubinda?
Prófaðu þá Natracare lífrænar hreinlætisvörur, án klórs,
ilm- og plastefna.
www.natracare.is
LÍFRÆNAR HREINLÆTISVÖRUR
Nàttúruleg vellíðan