Fréttablaðið - 02.11.2010, Page 18
Lífsýn fræðslumiðstöð hefur gefið út sjálfshjálpardisk ætlaðan þeim sem vilja vinna
sig út úr fíkn. Diskurinn hefur að geyma hugleiðsluæfingar sem farið er í gegnum og
eru lesnar af Elvari Bragasyni ráðgjafa. Allar upplýsingar veittar hjá Lífsýn, sjá lifsyn.is.
Lyfjafræðingurinn Guðrún Páls-
dóttir opnaði Urðarapótek í
Grafarholti fyrir skemmstu en þar
með rættist gamall draumur. „Ég
er vissulega að taka áhættu en ég
hef aldrei gert neitt jafn skemmti-
legt,“ segir Guðrún.
Hún hefur lengst af starfað við
markaðssetningu á lyfjum. „Fyrir
nokkrum árum ákvað ég að söðla
um og fara í MBA-nám. Að því
loknu fór ég að vinna í apóteki
og kom það mér á óvart hvað mér
þótti það gaman. Eftir þrjú ár réð
ég mig sem framkvæmdastjóri
fyrirtækis í samheitainnflutningi
en fann bara ekki gleðina, sagði
upp og ákvað að fara af stað með
eigin rekstur.“
Guðrún segir einyrkjaapótekum
að fjölga á ný en um tíma fór þeim
ört fækkandi. „Það hefur orðið við-
snúningur en bara á síðasta rúma
ári hafa þrjú ný apótek opnað en
það eru Apótek Hafnarfjarðar,
Reykjavíkurapótek og nú Urðar-
apótek. Ég veit ekki nákvæmlega
hvað veldur en hugsa að ég hefði
ekki fengið þetta tækifæri ef ekki
væri fyrir kreppuna, því þá væri
löngu komið apótek hér í Grafar-
holti.“ Guðrún hefur mikla ánægju
af nýja starfinu og segir samskipt-
in við viðskiptavini gefa sér mest.
„Ég legg ríka áherslu á góða þjón-
ustu og samkeppnishæft verð og
tel að þjónustan sé betri í svona
litlum apótekum en hjá stórum
keðjum í verslunarmiðstöðvum.“
Guðrún segist bjóða hefðbundið
vöruúrval og þjónustu á borð við
lyfjaskömmtun, póst- og heim-
sendingar auk þess sem hún er
með gott úrval af snyrtivörum.
En hvaðan kemur nafnið á apó-
tekinu? „Þetta var í raun fyrsta
nafnið sem kom upp í hugann
á mér. Síðan vann ég með nafn-
ið Grafarholts apótek en fannst
það heldur óþjált. Ég ákvað því
að fylgja hjartanu og breytti því
aftur í Urðarapótek rétt fyrir
opnun enda finnst mér það undir-
strika að þetta er ekki keðja.“
vera@frettabladid.is
Opnar eigið apótek í Grafarholti
Guðrún Pálsdóttir tók djarfa ákvörðun fyrir skemmstu og opnaði eigið apótek í Grafarholti. Hún sér ekki eftir því, enda hefur hún aldrei gert
neitt skemmtilegra. Hún fylgdi hjartanu og nefndi apótekið eftir fyrsta hugboði.
Guðrún, lengst til hægri, ásamt samstarfskonum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Námskeiðið 60+ er sérhannað
með þarfir eldri borgara í huga.
Í Heilsuborg í Faxafeni hófst í gær
námskeiðið 60+, sem eingöngu er
ætlað fyrir 60 ára og eldri. Nám-
skeiðið er sagt henta vel þeim sem
vilja auka vöðvastyrk, hægja á
beinþynningu, ná betra jafnvægi,
auka úthald við dagleg störf og
fá markvissa þjálfun og ráðgjöf.
Námskeiðið er fjögurra vikna
lokað námskeið með léttri leikfimi,
tækjaþjálfun, slökun og vellíðan.
Námskeiðin eru haldin á fjögurra
vikna fresti og njóta mikilla vin-
sælda. - fsb
Líkamsrækt
fyrir 60 plús
Það er óþarfi að sitja með hendur í
skauti þótt árin færist yfir. Námskeiðið
60+ er eingöngu fyrir eldri borgara.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Einyrkjaapótek á Íslandi
● Apótek Hafnarfjarðar
● Apótek Vesturlands
● Reykjavíkurapótek
● Garðsapótek
● Árbæjarapótek
● Laugarnesapótek
● Rimaapótek
● Lyfjaver
● Urðarapótek
Heimild: Lyfjastofnun.is
Engin lyf eru til gegn kvefi og bólusetning við kvefi
er ekki til. Eftir að maður hefur fengið kvefpest
af völdum eins afbrigðis þeirrar veiru sem veldur
henni fær maður hana þó ekki aftur. Mikilvæg for-
vörn gegn kvefi er handþvottur.
www.wikipedia.org
Nánari upplýsingar um námskeiðin má finna á www.madurlifandi.is
03. nóvember - kl. 18:00 - 20:00
Matreiðslunámskeið -
Hvernig á að gera
heimilismatinn hollari
Elísabet
Reynsidóttir
Næringarþerapisti
C.E.T.
Linda
Pétursdóttir
Certified Holistic
Health Counselor
04. nóvember - kl. 18:30 - 20:30
Sykurfíknin söltuð
05. nóvember - kl. 17:30 - 20:30
Matreiðslunámskeið -
heilnæmt, grænt og gómsætt
06. nóvember - kl. 12:00 - 15:00
Súpuveisla að hætti Lindu
Maður lifandi námskeið
Borgartúni 24
105 Reykjavík
Hæðasmára 6
201 Kópavogi
Hafnarborg
220 Hafnarfjörður
Sími: 585 8700
www.madurlifandi.is
Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 • jsb@jsb.is • www.jsb.is
Viltu ná kjörþyngd og komast í form?
TT námskeiðin okkar sívinsælu, frá toppi til táar, miðast við að veita konum leiðsögn um lífshætti
sem skila árangri. Þau byggjast á áralangri reynslu og fela í sér leiðbeiningar um mataræði,
líkamsbeitingu, fundi, vigtun og mælingar.
TT námskeiðin standa yfir í sex vikur. Þrjá tíma í viku er stunduð markviss líkamsrækt sem eflir þol
og styrk og tekur mið af einstaklingsbundinni getu. Vigtað er í hverjum tíma og mælingar gerðar
þrisvar á tímabilinu. Fundur er haldinn einu sinni í viku. Við veitum persónulega þjónustu í
notalegu umhverfi þar sem algjör trúnaður ríkir.
Velkomin í okkar hóp!EFLIR
a
lm
a
n
n
a
te
n
g
s
l
/
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
s
k
h
ö
n
n
u
n
Innritun hafin á síðustu
TT-námskeið fyrir jól í síma 581 3730
telpurS onuK r
Staðurinn - Ræktin
TT tímar í boði:
6:15 A mánu-, miðviku- og föstudagar
7:20 C mánu-, miðviku- og föstudagar
10:15 D mánu-, miðviku- og föstudagar Barnapössun
12:05 F mánu-, miðviku- og föstudagar Barnapössun
14:20 G mánu-, miðviku- og föstudagar
16:40 H mánu-, miðviku- og föstudagar Barnapössun
17:40 I mánu- og þriðjud, fimmtud 18:25 Barnapössun
18:40 J mánud, - miðvikud 19:25 og lau 8:30
18:25 TT3 Mánu- og miðvikud - (16-25 ára)
NÁMSKEIÐUM
FYLGIR
FRJÁLS MÆTING
Í TÆKJASAL
Fundur fyrir alla flokka sunnudaginn 14. nóvember kl. 17:00
Námskeið hefjast 14. nóvember
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki