Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.11.2010, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 02.11.2010, Qupperneq 42
 2. nóvember 2010 ÞRIÐJUDAGUR26 sport@frettabladid.is GUNNAR KRISTJÁNSSON mun líklega ganga endanlega í raðir FH-inga á næstunni samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Gunnar var lánaður til félagsins frá KR í sumar. FH-ingar vilja halda Gunnari og KR-ingar vilja einnig hafa hann áfram í sínum herbúðum. Gunnar sér aftur á móti fram á að fá að spila meira með FH og því vill hann fara þangað. Leikir kvöldsins A-riðill: Tottenham - Inter Sport + HD Werder Bremen - Twente B-riðill: Benfica - Lyon Hapoel Tel-Aviv - Schalke C-riðill: Valencia - Rangers Bursaspor - Man. United Sport 3 D-riðill: Rubin Kazan - Panathinaikos FC Kaupmannahöfn - Barcelona Sport 4 HANDBOLTI Strákarnir okkar voru ekki nema skugginn af sjálfum sér í landsleikjunum gegn Lett- landi og Austurríki. Ef rýnt er í tölfræðina sést að Ísland er undir á flestum lykilsviðum leiksins. Markvarslan var sérstaklega döpur enda munar heilum 18 vörðum boltum á markvörðum íslenska liðsins og markvörðum andstæðinganna. Skyttur Íslands áttu heldur ekki góða leiki og þar erum við hreinlega skotnir í kaf. Tólf mörk utan af velli er augljóslega ekki nógu gott í tveimur leikjum. Vörnin hefur einnig séð betri daga og eitt sterkasta vopn lands- liðsins, hraðaupphlaupin, var vart til staðar að þessu sinni. Svo náði liðið ekki að nýta sér liðsmuninn vel þegar andstæðingarnir voru með menn í kælingu. - hbg, óój Íslenska handboltalandsliðið: Allt í mínus OFMAT? Guðmundur þjálfari talaði um að leikmenn hefðu ofmetnast eftir góðan árangur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Tölfræði landsliðsins Leikirnir gegn Lettum og Austurríki: Mörkin: -3 (51-54) Varin skot: -18 (26-44) Mörk úr langskotum: -13 (12-25) Mörk úr hraðaupphlaupum: -1 (8-9) Mörk af línu: +2 (8-6) Mörk úr hornum: +6 (10-4) Víti fengin: +12 (15-3) Brottvísanir: -10 mín (20-30) FÓTBOLTI Eftirsóttasti leikmaður- inn á íslenska leikmannamark- aðnum þessa dagana er Keflvík- ingurinn Hólmar Örn Rúnarsson. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins koma þrjú félög til greina hjá Hólmari – KR, FH og Keflavík. Miðjumaðurinn lunkni er með lausan samning hjá Kefla- vík, sem vill halda leikmannin- um en samkeppnin frá FH og KR er hörð. Sjálfur hefur Hólmar hug á því að komast að erlendis og ef hann semur við íslenskt félag á næstu dögum, eins og hann stefn- ir að, mun hann vera með klásúlu í samningnuum sem heimilar honum að fara frá félaginu komi freistandi tilboð að utan. Hólmar sagði við Fréttablaðið í gær að hans mál myndu líklegast skýrast í þessari viku. - hbg Leikmannamál: Hólmar enn undir feldi HVERT FER HANN? Bestu lið landsins vilja fá Hólmar í sínar raðir. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Sölvi Geir Ottesen og félagar í FC Kaupmannahöfn taka á móti stórliði Barcelona í D-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Þetta verður ekki auðvelt fyrir dönsku meistarana enda sóknar- lína Barcelona ógnarsterk, með Argentínumanninn Lionel Messi fremstan í flokki. Hann lék Dan- ina grátt þegar liðin mættust á Nou Camp fyrir tveimur vikum og skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri. FCK hefur átt frábæru gengi að fagna á tímabilinu. Liðið er enn ósigrað í dönsku úrvalsdeild- inni eftir fjórtán umferðir og vann fyrstu tvo leiki sína í Meist- aradeildinni. Liðið tapaði að vísu óvænt fyrir Horsens í bikarkeppn- inni á dögunum en þjálfari liðsins, Ståle Solbakken, ætlar sér stóra hluti í kvöld. „Þetta eru liðin í fyrsta og öðru sæti riðilsins sem eru að mætast og þannig verður það einnig eftir kvöldið,“ sagði Solbakken en Bar- celona (7 stig) og FCK (6 stig) eru langefst í riðlinum. „Það er gott fyrir okkur. Það þýðir að við getum leyft okkur að taka áhættu og ef til vill ná aftur efsta sæti riðilsins.“ Solbakken ætlar að treysta á að heimavallarvígi FCK á Parken haldi í kvöld. „Við höfum aldrei tapað leik í riðlakeppni Meistara- deildarinnar á Parken og vonandi verður það áfram þannig eftir þennan leik. Ef við vinnum verð- ur það líka okkar stærsti sigur frá upphafi.“ Sölvi Geir á ríkan þátt í velgengni FCK en hann skoraði markið sem tryggði liðinu sæti í riðlakeppninni. Hann varð hins vegar fyrir því óláni að hand- leggsbrotna í leik gegn Bröndby í september síðastliðnum. Hann er byrjaður að spila á ný en óvíst er hvort hann verði í byrjunarliðinu í kvöld. Sölvi hefur komið inn á sem varamaður í síðustu tveimur deildarleikjum en spilaði reyndar allan bikarleikinn gegn Hor- sens. Sölvi átti góða inn- komu gegn Lyngby um helgina. FCK var undir, 2-1, þegar Sölvi kom inn á en liðið sneri leikn- um sér í hag á síðustu fimm mínút- um leiksins og skoraði Sölvi sigur- markið í 3-2 sigri. Börsungar munu þó gefa allt sitt í leikinn enda mun sigur tryggja liðinu sæti í 16 liða úrslitum keppninnar. Þeir eru í góðu formi eftir 5-0 sigur á Sevilla um helgina. Inter og Lyon eiga einnig möguleika á að tryggja sér sæti í 16 liða úrslitunum með sigri í sínum leikj- um í kvöld. Bæði lið eiga erfiða útileiki fyrir höndum í kvöld. Lyon mætir Ben- fica á útivelli og Inter fer á White Hart Lane og etur kappi við Tottenham. Allt útlit var fyrir að Hollendingurinn Rafael van der Vaart yrði ekki með Tottenham í kvöld en betur fór en á horfðist. Hann gat æft með liðinu í gær og Harry Redknapp knattspyrnu- stjóri sagði hann eiga möguleika á að spila í kvöld. Manchester United er efst í C- riðli með sjö stig og fer langt með að tryggja sig áfram með sigri á Bursaspor í Tyrklandi í kvöld. eirikur@frettabladid.is Yrði okkar stærsti sigur frá upphafi að vinna Barcelona Átta leikir fara fram í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Sölvi Geir Ottesen verður vonandi í eldlínunni með FC Kaupmannahöfn er liðið tekur á móti stórliði Barce- lona á heimavelli. Þrjú lið eiga möguleika á að tryggja sér sæti í 16 liða úrslitum. ÖNNUR ÞRENNA Í KVÖLD? Gar- eth Bale, leikmaður Tottenham, skoraði þrennu gegn Internazi- onale síðast en það dugði ekki til. Liðin mætast aftur í kvöld. NORDIC PHOTOS/AFP STÓRHÆTTULEGUR Danir þurfa að hafa gætur á Lionel Messi, sem er af mörgum talinn besti leikmaður heims. Hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri Börsunga á FCK í síðustu umferð. NORDIC PHOTOS/AFP FÓTBOLTI Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur svarað ummælum Danny Murphy, leik- manns Fulham. Murphy sagði að leikmenn væru stundum of grófir og að sökin lægi að hluta til hjá knatt- spyrnustjórum liðanna. Margir knattspyrnustjórar brugðust illa við þessum um mælum og nú hefur Sir Alex bæst í þann hóp. „Leikmenn í dag eru eins og smábörn. Þegar ég var að spila þurfti að höggva einhvern með handöxi til að fá áminningu,“ sagði Ferguson. - esá Sir Alex Ferguson: Leikmenn eins og smábörn FÓTBOLTI Jack Wilshere hefur skrifað undir nýjan langtíma- samning við Arsenal en þessi stórefnilegi leikmaður er aðeins átján ára gamall. Wilshere hefur verið í herbúð- um Arsenal síðan hann var níu ára gamall og lék sinn fyrsta leik með aðalliði félagsins þegar hann var aðeins sextán ára gamall. Hann var í láni hjá Bolton stór- an hluta síðasta tímabils en hefur fest sig í sessi í byrjunarliði Ars- enal í haust. „Það skiptir mig öllu máli að mér var boðinn nýr samningur við Arsenal,“ sagði hann á heima- síðu félagsins. - esá Jack Wilshere: Framlengdi við Arsenal fylgir Fréttablaðinu einu sinni í mánuði Næsta blað kemur út á morgun. … allt sem þú þarft Michael Porter – heimsþekktur fyrirlesari beinir sjónum að íslensku efnahagslífi og jarðvarma. Skattar hins opinbera á fyrirtæki – mislukkuð álagning?

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.