Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1906, Blaðsíða 32

Sameiningin - 01.10.1906, Blaðsíða 32
fóru, viö hættu þeirri, er þeim væri búin sökum ofdrykkju vagnmannsins. Þetta gerði hundurinn allajafna, er vagnmað- ur var drukkinn, en aldrei, er hann var ódrukkinn, og með fullu viti, og loksins var fólk farið að reiða sig á hundinn. Kona herra Segonsaks var vön að aka sér til skemtunar á degi hverj- um, og bar bað stundum við, að hún hætti við, þegar vapminn kom að dyrmum og hundurinn tók að geyja, og gaf henni með því i skyn, að það væri ekki rá.ðlegt, að aka með vagnmannin- um þann daginn. TIL GAMANS. Saga af Daniel Webster, hinum mikla lögfræðing og ræöu- skörung Bandaríkjanna, þegar hann var dre.igur. Hann kom óhréinn um hendurnar í skólann. Og kennarinn átti í mesta stríði með ha'.m, til þess að fá hann til að þvo sér. Einn morg- un gáir hann a'ð því, þegar hann er kominn að heiman, að hann liefir ekki þvegið sér sem best. Og til þess nú að bæta úr því, sieikir hann aðra höndina á sér nokkurn vegrnn hreina. Að minsta kosti fanst honum það. Og þegar hann kemur í skólann, heldur hann höndunum fyrir aftan bakið á sér. „Nú, Daniel, liefurðu þvegið þér? Lofaðu mér að sjá hendurnar á þér“— sagði kennarinn. Daniel rétti frarn höndiua, sem hann hafði sleikt. — „Ekki er hún góð“—seg'ir kennarinn. Og ef þú get- ur sýnt mér nokkra hönd verri hér í skólanum en hana, þá skaltu sleppa við refsingu. — Daniel rétti þá fram hina höndina. „Sameiningin“ kemr út mánaðarlega. Hvert númer tvær arkir heilar. Verð einn dollar um árið. Skrifstofa 118 Emily St., Winnipeg, Canada. „B'örnirí’—barnablaðið nýja—er sér- stök deild í „Sam.“, hálf örk. Address ritstjóra „Barnanna“: Selkirk, Man. — „Börnin“ koma og út sérstaklega—og eru seld fyrir 35 ct. Hr. Jón J. Vopni er féhirðir og ráðsmaðr „Sam.“ og „Barn- anna“. Addrcss: Sameiningin, P. O. Box 689, Winnipeg, Man. Canada. Hr. Sigrbjörn A. GíslaSon í Reykjavík er aðal-umboðs- maðr „Sam.“ á íslandi.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.