Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.09.1952, Qupperneq 5

Sameiningin - 01.09.1952, Qupperneq 5
Sameiningin 51 huldu höfði, tvístraðir og tvílráðir, hefðu aldrei safnast saman á ný í ósigrandi eldmóði, prédikað án afláts, fórnað öllu, jafnvel lífinu — nema fyrir þá sök, að reynsla þeirra af upprisulífi Krists var svo stórfelld, að fyrir þeim tók hún af öll tvímæli. Ég er þessu sjónarmiði alveg sammála, tilheyrendur. Ég hefi reynt að rökstyðja það í ræðum mínum. En jafn- framt þarf þá að segja aðra sögu, sem ekki er síður eftir- tektarverð. Upprisureynslan skýrir sannfæringareldmóð postul- anna. En hún er engan veginn fullnægjandi skýring á stofnun, sókn og sigri kristinnar kirkju. Hvernig gátu þessir fáu og ýmislega ófullkomnu menn orðið yfirsterkari blátt áfram mannlegri efagirni og tortryggni? Hver getur ekki auðveldlega rengt og leitt hjá sér framburð annars manns um það, að hann hafi séð þá lifandi, sem dánir voru og grafnir? Mannkynið á nú þúsundir sterklega vottaðra vitn- isburða um framhaldslíf og ósýnilegan heim. En enginn tekur þá til greina um fram það, sem hverjum og einum bezt hentar. Þótt upprisa Krists væri reynslusönnuð fyrir vitund postulanna, nægir sú persónulega vissa ekki sem skýring á því, að kristin trú nær skjótri og traustri út- breiðslu, sigrar ægiöflugt fjandsamlegt veraldarvald og verður sterkasti þátturinn í menningarlífi Vesturlanda öld- um saman. Hvað skýrir þá þennan furðulega sigurmátt? Svarið er fólgið í fagnaðarefni hvítasunnunnar: gjöf heilags anda, — úthellingu undursamlegra yfirvenjulegra máttaráhrifa, sem postularnir og fjöldi hinna frumkristnu manna urðu farvegir fyrir. Postularnir biðu þess, að fyrir- heit Meistara þeirra rættist. Þeir höfðust ekki að, unz þeir gátu komið fram sem alíýgjaðir vottar Hans. Það urðu þeir, er þeir eftir skamma bið „íklaeddusi krafiinum af hæðum". Þessi kraftur kom fram með ýmsum hætti — eins og lesa má um, t. d. í 12. og 13. kapítula fyrra Korintubréfsins, Kann lýsti sér í innblæstri og andagift, speki og spádóms- gáfu, en einnig, að því er virðist í beinum kraftaverkum. Pétur gat sagt frá því með eldlegri vissu og af öllu hjarta, að hann hefði séð Krist upprisinn. Áheyrendum hans var eigi að síður létt um, ef svo vildi verkast, að saka

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.