Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.09.1952, Qupperneq 9

Sameiningin - 01.09.1952, Qupperneq 9
Sameiningin 55 Það er dýrmætt þegar andinn þráir að feta í fótspor Krists á leiðinni að hátindinum. Dýrmætt er það fyrir okkur þegar við í anda Krists „beinum göngu á brattann“, „áfram og upp á móti.“ Leiðin að tindinum hæsta, virðist styttast, þegar við leggjum rækt við hinar hæstu og göfugustu hug- sjónir, trúarlegar og kristilegar, á þeirri leið. Þá ljómar t.indurinn hái í dýrðlegri birtu fyrir sálarsjónum manna. ☆ ☆ ☆ . Skáldið segir á öðrum stað í sama kvæði: „Þeim sem öllu afli og anda sínum beita, til að leita’ og lifa, liðsemd Drottinn veitir. Þeir sem fremstir íara, fjöldan áfram hvetja. Dýrðlegasta dauða deyr hin bezta hetja.“ Þetta sem hér er sagt er vissulega satt, að dauði þess, sem leggur lífið í sölurnar fyrir göfugustu hugsjónirnar mönnunum til blessunar og lífs, er í öllum sannleika dýrð- legur. En hitt er líka satt og íagurt umhugsunarefni: Að cýrðlegasta lífi lifir sú hin sanna hetja, sem í trú og trausti hefir tengt líf sitt trygðaböndum við hann, sem er okkur öllum lífið og sigurmn — hann, sem allra bezt kann tök á því að velta steinunum frá hjörtum þeirra og af vegum þeirra, sem hafa lent á leiðum misskilnings og vantrúar á leiðsögn Drottins. ☆ ☆ ☆ Þegar Jesús hafði verið krossfestur, og lærisveinar hans orðið eftir í myrkri vonleysis og efasemda, þá var það megin þrá hjartna þeirra, þó að hugsun þeirra hafi kannske verið þokukend, að einhver öfl kæmu fram, sem veltu steininum frá grafardyrum Jesú Krists, svo þeir fengju aftur að njóta hans sjálfs, og njóta hans dýrmætu leiðsagnar. En hvað sem annars kynni að ske var lærisveinunum það að sjálfsögðu áhugamál, að sýna hinum látna leiðtoga og vini kærleik og þjónustuhug. Konurnar gengu á vaðið með það, þegar þær hurfu að gröfinni páskamorguninn fyrsta. Konurnar hafa oft verið í broddi fylkingar í kristin- dómsstarfi og kærleiksþjónustu, og svo var það líka þá. Og þær töfðu ekki tímann um of með umhugsunum eða bollaleggingum um það hvort það væri til nokkurs að fara

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.