Sameiningin - 01.09.1952, Side 14
60
SAMEININGIN
bjuggu út og settu táknum til leiðbeiningar um framburð
hebreskunnar, sem þá var fyrir nokkrum öldum dáin út
sem lifandi talmál, er nefndur Massóretatexti og liggur til
grundvallar öllum vísindaútgáfum af Gamla testamentinu
og þýðingum. Þetta var geysilegt þrekvirki og er eitt stór-
virkja sögunnar. En því miður eyðilögðu Massóretar öll
þau handrit, sem þeir höfðu stuðzt við og lagt til grund-
vallar samræmingarstarfi sínu. Tilgangur þeirra var vitan-
lega sá að tryggja það, að aðeins væri notaður einn réttur
texti, en fyrir bragðið varð lítið vitað um eldri texta.
Gamla testamentið hafði verið þýtt á önnur mál mörg-
um öldum áður og eru Peshitta hin sýrlenska og Septuaginta
Iiin gríska þýðing hinar þekktustu. Hin síðari er gjörð um
200 f. Kr. og var einkum hún oft lögð til grundvallar, er
menn vildu leiðrétta Massóretatextann. Hin síðari árin hafa
rannsóknir, er gerðar hafa verið á þýðingum þessum, samt
leitt í ljós, að þær væru ekki með öllu einhlýtar sem texta-
vitni gegn Massóretatextanum. Handritafundurinn varpaði
því ljósi á þar, sem reið á miklu um áreiðanleik.
Það þóttu ekki ómerkar fréttir, er fréttist, að handritin
væru um 1000 árum eldri en Massóretatextinn. Einnig vakti
það athygli manna, að handritafundurinn í Palestínu varð
með allóvenjulegum hætti. Venjulega finna menn leifar
horfinna kynslóða við eljumikla leit og þolinmóð rann-
sóknarstörf. En hér fundust af hreinni tilviljun hinar merk-
ustu fornminjar, er þessi kynslóð hefir augum litið.
Hirðar nokkrir voru á ferð um óbyggðir í Júda, við
norðvesturenda Dauðahafsins, í leit að rollum sínum. Þetta
hérað er mönnum kunnugt frá sögunni um miskunnsama
Samverjann, hér eru hinar sömu slóðir, þar sem vegurinn
liggur frá Jeríkó til Jerúsalem. Hirðarnir sáu þá hvar lítill
munni var í grýttri hlíðinni, og er þeir gengu nær, sáu
þeir, að þetta var hellismunni. Þeir hentu steini inn og
heyrðu brothljóð. Vafalítið hefir hin fyrsta hugsun þeirra
verið sú, að nú hefðu þeir fundið hulinn fjársjóð, en orðið
íyrir vonbrigðum, er þeir hleyptu í sig kjarki og skriðu inn
og uppgötvuðu, að í kerjum þeim, er stóðu út við veggina
á þessum örlitla helli, voru einhverjir furðulega útlítandi
strangar með einhverju pári á. Þeir héldu nú til næsta
markaðsbæjar, sem var Betlehem, og hugsuðu sér að koma
þessu gamla rusli í einhverja peninga. Þeir reyndu fyrst