Sameiningin - 01.09.1952, Síða 15
Sameiningin
61
við arabískan kaupmann og buðu honum strangana fyrir
eitthvert smáræði, en hann hafnaði boðinu og benti þeim á
sýrlenskan kaupmann, þar sem hann hélt að strangarnir
væru skrifaðir á sýrlensku. Nokkur hluti þeirra komst að
lokum í eigu sýrlensk-kristna klaustursins í Jerúsalem eftir
ýmsum krókaleiðum, og annan hluta eignaðist hebreski há-
skólinn í Jerúsalem. Enn var engum ljóst hið eiginlega
innihald þessara ómetanlega verðmiklu handrita, og réði
því tilviljun ein, að hið merkasta handritanna komst í hend-
ur sýrlensk-kristna klaustursins. Sá strangi er handrit af
öllum Jesaja, hinu merkasta trúarriti Gamla testamentisins,
sem ávallt hefir staðið næst hjarta kristinna manna, frá
því að Jesús las upp úr því í samkunduhúsinu, eins og guðs-
spjöllin segja frá, og Filippus boðaði Krist hirðmanni Etíópa-
drottningar, er hann las upphátt Jesaja í vagni sínum, og
fram til þessa dags. Þetta handrit varpar nýju ljósi á áreið-
anleik Massóretatextans og gefur oss mikilsverðar upplýs-
ingar um textasögu Gamla tesetamentisins. Vitaskuld eru í
því mörg frávik frá Massóretatexta Jesajaritsins, en í öll-
um eða allflestum aðalatriðum er textinn hinn sami.
Svo að ég fari fljótt yfir sögu, þá var komið með einn
handritastranganna í Ameríska Skólann í Austurlandarann-
sóknum í Jerúsalem, og reyndist þar strangi sá vera Jesaja-
handritið, er ég drap á. Prófessor Albright í Johns Hopkins
háskólanum í Baitimore voru sendar ljósmyndir, en hann
er jöfur könnuða í fornleifafræði Austurlanda hinna heim-
ari, og óskaði hann í svarskeyti til hammgju með merkasta
íornleifafund vorrar kynslóðar. Allt þetta gerðist haustið
1948 og tveim árum síðar var hafið að gefa handritin út í
Bandaríkjunum, en þangað voru þau lánuð með það fyrir
augum. Var farið myndarlega af stað með útgáfu Jesaja-
strangans og skýringarrits yfir Habakuk.
Nú var hafizt handa um að rannsaka betur hellinn og
grafa þar eftir brotum, er finnast kynnu. Það var ekki auð-
hlaupið að því að komast þangað, því í þann mund geysaði
stríð milli Araba og Gyðinga. Að lokum var unnt að fá
hervernd, og lagði leiðangur upp til þess að rannsaka hell-
inn. Fundust þar ker frá hellenska tímabilinu, um það bil
óldinni fyrir Krists burð, og rómverskur lampi. Einnig
fundust í jarðvegi í gólfi hellisins ýmis handritabrot, sem
einnig höfðu sút gildi. Talið er, að í hellinum hafi eitt sinn