Sameiningin - 01.09.1952, Qupperneq 25
Sameiningin
71
Áfram! Kristmenn, krossmenn,
konungsmenn!
Þjóð þín kemur sjálfboða á herdegi þínum;
í helgu skrauti frá skauti morgunroðans kem-
ur dögg æskulýðs þíns til þín. (Sálm. 110, 3.),
John Bunyan, höfundur hinnar frægu bókar „För píla-
grímsins“ hefir skrifað aðra bók, sem er minna þekkt
„Heilagt stríð.“
í heiminum er háð heilagt stríð, milli Guðs ríkis, sem
ekki er af þessum heimi, og ríkja þessa heims. Þetta stríð
er ekki enn til lykta leitt. Og þetta stríð er háð, „ekki með
valdi né krafti, heldur fyrir anda minn, segir Drottinn her-
sveitanna.“ (Sak. 4, 6).
Vegna þessa stríðs eru mynduð á vorum tímum marg-
vísleg kristileg samtök. Kristinn æskulýður skipar sér í
fylkingar, er nefna sig: „Krossherinn", „Krossriddarana",
„Krossfarana“ eða eitthvað því líkt.
í þessu heilaga stríði barðist Jesús þau þrjú og hálft
ár, sem hann starfaði hér á jörð. Þeirri baráttu lauk með
sigri á Golgata, og sigurópið þekkjum við: „Það er full-
komnað!“ Og upprisan er staðfesting þess.
Konungurinn lifir! „Hann lifir, sem til lífs mér dó.“
Síðan kallar hann til sín hinn litla krossher sinn á fjall-
inu í Galileu til þess að halda hinu heilaga stríði áfram:
„Farið því og gerið allar þjóðirnar að lærisveinum .... Og
sjá, ég er með yður alla daga, allt til enda veraldarinnar!“
(Matt. 28, 16—20). Og frá því á hvítasunnuhátíðinni miklu,
hefir þetta heilaga stríð haldið áfram undir forustu konungs
konunganna. Þetta stríð hefir, ef til vill, aldrei verið háð af
meiri krafti en nú. Enda liggur mikið við, því að:
Ótal þúsund þreyttar sálir
þyrstir eftir Drottins náð.
Fær þeim, gef þeim fregn um Jesúm,
fyrr en nóttin byrgir láð.