Sameiningin - 01.09.1952, Side 3
Sameiningin ____________________________
A quarterly, in support of Church and Christianity amongst Icelanders.
Published hy
The Evangelical Lutheran Synod of North America
Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa.
Bditor: REVEREND VALDIMAR J. EYLANDS
686 Banning St , Winnipeg, Manitoba, Canada
Treasurer: MRS. B. S. BENSON, 695 Sargent Ave. Winnipeg, Man., Can.
Hátíð andans
F’riðrik A. Friðriksson, prófasiur, Húsavík, íslandi:
Prédikun fiuíi í Fyrsiu lúiersku kirkju, Winnipeg, Man.,
1. júní 1952
“ . . . . en þér munuð öðlast kraft, er heilagur andi
kemur yfir yður, og þér munuð verða vottar
mínir . . . . til ystu endimarka jarðarinnar.“
Post. 1:8.
í dag er siórháiíð, samkvæmt kirkjulegum hugsunar-
hætti íslendinga og fleiri þjóða. Svo mun þó ekki vera með
öllum kristnum þjóðum. Ég þóttist taka eftir því á dvalar-
árum mínum forðum vestan hafs, að í amerísku þjóðlífi
væri hvítasunnudeginum fremur lítill gaumur gefinn. Hann
bar ekki þau ótvíræðu einkenni stórhátíðar, sem eiginleg
eru jólum og páskum.
Þannig kynni einnig að vera komið í íslenzku þjóðlífi,
ef ekki væri fyrir þá sök, að þar hefir ungmennafermingin
um. langt skeið verið mjög tengd hvítasunnunni og varpað
yfir hana sínum sérstaka innilega blæ. Því einnig heima á
íslandi þykist ég hafa orðið þess var, að tilefni hvítasunn-
unnar sem stórhátíðar sé almenningi engan veginn svo
Ijóst sem tilefni hinna tveggja hátíðanna.
Hugsum oss þá að gangskör væri að því gerð, að fræða
alla ófróða meðlimi kristinnar kirkju um að hvítasunnan
sé hátíð heilags anda. Ekki er samt sem áður alveg víst,
að við það lykjust hugir þeirra upp til skilnings og hrifn-
ingar. Þó ekki vegna þess, að kirkjufeður og aðrir vitmenn