Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.09.1952, Side 13

Sameiningin - 01.09.1952, Side 13
Sameiningin 59 kringum árið 1929 í Ugarit á Sýrlandi og bylti við þekkingu manna á kanverskum trúarbrögðum og þar með á þekkingu vorri á þeim þætti hebreskra trúarbragða, sem snýr að kan- verskum trúaráhrifum. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að spámenn ísraels börðust ákaft gegn þessum heiðnu úhrifum og veitti stundum betur og stundum verr. Þessi iundur var því hinn þýðingarmesti. Allt frá því að þetta skeði og fram til þessa dags vinna sérfræðingar úr því efni, sem þeim berst upp í hendurnar frá Ugarit eða Ras Schamra, eins og það er stundum nefnt. Menn gátu því verið harla ánægðir með þennan fund sem hinn mikla viðburð í fornleifarannsóknum þessarar kyn- slóðar á Austurlöndum hinum heimari. En samt átti annar viðburður engu minni eftir að ske. Um haustið 1948 voru fréttastofur veraldarinnar önnum kafnar við að skýra frá fundi, er orðið hafði með einkenni- legum og nýstárlegum hætti suður í Palestínu. Fundist liöfðu forn hebresk handrit að nokkrum ritum Gamla testa- naentisins, hið merkasta þeirra um 1000 árum eldra en elzta handrit að öllu hebreska Gamla testamentinu. Menn spurðu í ákafa, hvort þetta myndi bylta við Ritningunni, hvort nú rýrnaði gildi þeirra rita, sem vér eigum í Biblíu vorri. Ég var jafnvel spurður sumra þessara spurninga. Þessi atburður vakti ekkx aðeins mikla athygli vegna þess, hve frásagnarverður aðdragandinn var, heldur einnig' og fyrst og fremst vegna hins, að mönnum var þegar ljóst, að hann myndi varpa nýju ljósi á margt er snertir sögu biblíutextans og einnig veita mikilsverðar upplýs^ngar um liðna sögu, er lýtur að rótum og upphafi kristinnar trúar. Vér skulum nú víkja oss sem snöggvast að hinu fyrra at- aðinu, sógu hins hebreska texta. Gamla testamentið er, eins og allir vita, skrifað á hebresku að undanteknum nokkrum kapítulum hjá Esra og Daníel og einu versi hjá Jeremía, sem ritaðir eru á aramisku. Þessi texti hefir verið vel varðveittur gegn um aldirnar, og eigum vér það að mestu að þakka því stórvirki, er hinir svonefndu Massóretar unnu. Massóretar voru lær- dómsmenn Gyðinga, málfræðingar og guðfræðingar. Þeir störfuðu frá sjöundu öld e. Kr. til hinnar tíundu. Þeir unnu að því að samræma þá texta, er þeir höfðu með höndum og ákvarða og „gefa út“ einn réttan texta. Texti sá, sem þeir

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.