Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.09.1952, Side 17

Sameiningin - 01.09.1952, Side 17
Sameiningin 63 sitt í ljósi 53. kapítulans hjá Jesaja, ljóðsins um þjáningu hins réttláta þjóns Jahve og friðþægingu hans. Þannig standa meginstoðir kristinnar trúar rótum í Gamla testa- mentinu, og til þess að skilja þær verðum vér að líta yfir liðna sögu. Nú er í trúarritunum, sem fundust ásamt Jesajastrang- anum, minnst á einhvern Meistara Réttlætisins eða Hinn Réttláta Meistara. Hann virðist vera liðinn leiðtogi hreyf- ingarinnar og hafi liðið píslarvætti. í kringum dauða hans hafa skapazt Messíashugmyndir, flokkurinn virðist skoða hann sem Messías, enda þótt hann væri ekki sigrandi Messías heldur hafi verið tekinn af lífi. Þetta mál hefir enn verið lítt kannað og er hvergi nærri tímabært að gera sér nokkrar hugmyndir um það, hvað sú könnun muni leiða í ljós. En það er vitaskuld ó- metanlegt til fróðleiks, að nú skuli gefast ný innsýn inn í trúarheim aldarinnar fyrir Krists burð, sem líkleg er til þess að varpa nýju ljósi á margar þær trúarhugmyndir, sem oss eru fjarlægastar og torskildastar. Nú eru liðin tæp fjögur ár síðan vísindamenn komust fyrst yfir þennan merka fund. Samt er málið enn á því stigi, að segja verður, að rannsóknir séu rétt að hefjast. Sérfræð- ingar um heim allan vinna að rannsóknum handritanna jafnóðum og þau eru gefin út. Það er ekkert efamál, að handritafundurinn við Dauðahaíið verður þungamiðja um- ræðna og kannana guðfræðinga og fornfræðinga mörg kom- andi ár. Fyrstu bækurnar eru að koma út, sem gefa yfirlit um fundinn og þýðingu hans. Dupont-Sommer prófessor við Sorbonne í París hefir gefið út litla en ágæta bók um handritin, sem gefur mjög glögga lýsingu á fundinum og sögu þess tíma, er þau eru runnin frá. Hún mun um þessar mundir vera að koma út í enskri þýðingu og er titill ensku útgáfunnar “The Dead Sea Scrolls”. Vísa ég öllum, er vilja kynna sér þetta nánar, á þessa bók. Varpaðu öllum þínum áhyggjum á Drottinn, þá hefir þú meiri tíma til að hjálpa öðrum. Guð gefur fyrirheit, og trúin grípur það, vonin gleðst af því og þolinmæðin bíður róleg eftir því.

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.