Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1952, Síða 8

Sameiningin - 01.09.1952, Síða 8
54 Sameiningin Hver veltir steinum frá? Hugvekja efíir séra Harald Sigmar Texti: Markúsarguðspjal 1 16:3. Hver mun velta fyrir oss steininum frd grafardyrunumf Eitt íslenzka sálmaskáldið segir: „Hann lifir, sem til lífs mér dó; hann lifir, það mér veitir ró, hræðast verð ég veikleik minn, vanmátkan til góðs mig finn; mín huggun þó sú hugsun er, að hjálpar Jesú veikum mér.“ Jesús hjálpar. Við verðum að leita til hans. Hann lifir cg veitir okkur máttinn til að sigra í lífsbaráttunni. ☆ ☆ ☆ ísland hefir lengi átt og á enn mörg glæsileg góðskáld. Ég er nú að hugsa um eitt þeirra, og eitt fallegt ljóð hans. Þar eru þessi hetjulegu orð skráð: „Stari ég og stari, stefnu vil ég taka, beini göngu’ á brattann, berst við grjót og klaka. Upp í bláu bergi, blikar óskalindin. Áfram, upp á móti! Upp á hæðsta tindinn.11 Fagurt er formið og málið, því verður ekki neitað. Og hugsjónin er fögur líka, há og göfug. Og hugsanirnar virðast brjótast fram frá brjósti skáldsins eins og máttugur straumur. Hér lýsir skáldið fyrst og fremst hinni góðu og göfugu þrá mannssálarinnar, að komast hærra, að verða ekki fótum troðin í íoraði mannlífsins, syndum þess og saurugleika, heldur að komast æ hærra. „Hærra, minn Guð til þín.“ Hvort að skáldið unga hefir hér sett sér það takmark, að komast upp á hæsta tind lifandi kristindóms og sannrar trúar, kemur kannske ekki greinilega fram í ljóðinu. En mér virðist þó að hugur hans stefni til hátinda fullkomnunar.

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.