Sameiningin - 01.09.1952, Qupperneq 23
Sameiningin
69
Afturhvarf Viktorianusar
(Ágústín kirkjufaðir fœddist árið 354 e. Kr. og lézt
árið 430. Iiann er talinn fremstur kirkjufeðranna og
mestur maður kirkjunnar frá postulatímanum til
Lúthers. Hann kveðst sjálfur hafa ritað 93 ritverk í
252 bindum. Frœgast rita hans eru „Játningar“, þar
sem hann einlæglega skriftar fyrir Drottni líf sitt,
syndir þess og ósigur — en einnig náð Guðs, sem
frelsaði hann. Kafli sá, sem hér birtist, er úr því riti,
nokkuð styttur).
„Um þetta leyti blés Guð mér því í brjóst, að fara til
prestsins Simplicanusar, er var trúr þjónn Drottins. Hann
lifði Guði sínum frá bernsku til hárrar elli og var andlegur
faðir Ambrósíusar biskups. Ég sagði Simplicanusi frá villu
minni og tal okkar barst að þekktum rómverskum ræðu-
skörung, Viktorianusi*) er dó sem kristinn maður. Hann
hafði aflað sér svo mikillar viðurkenningar, að honum hafði
verið reist líkneski á torginu að honum lifandi. Hann varði
með mælsku sinni skurðgoðadýrkunina og tók þátt í smánar-
legum athöfnum hennar. Þessi maður blygðaðist sín þó
ekki fyrir að verða þjónn Krists, ófullveðja barn þitt**),
með því að beygja háls sinn undir ok auðmýktarinnar og
hneigja enni sitt fyrir krossi smánaðarinnar.
Ó, Drottinn, hvernig greiddir þú þér leið að hjarta
þessa manns. Simplicanus sagði mér, að hann hefði lesið
Heilaga Ritningu, leitað uppi og rannsakað kostgæfilega all-
ar kristilegar bækur og sagði svo, ekki opinberlega, heldur
einslega og í trúnaði við Simplicanus: „Vit það, að nú er
ég kristinn!" Simplicanus svaraði: „Ég trúi því ekki, og ég
tel þig ekki í hópi kristinna manna, fyrr en ég sé þig í
kirkju Krists.“ Viktorianus svaraði brosandi: „Eru það þá
veggirnir sem gera menn kristna?" Hann endurtók það oft,
að hann væri kristinn. Simplicanus svaraði oft á sama hátt,
en Viktorianus endurtók þá háðsyrði sín um veggina. Sann-
*) Sum rita hans eru enn til.
**) Bökin er rituí) sem eintal sálarinnar við Drottinn.