Sameiningin - 01.09.1952, Side 21
Sameiningin
67
Hvar finnast undirstöður fyrir því í ritningunni, að vér
eigum að skíra börnin?
Hjá Matteusi í 28. kapítula, 18., 19. og 20. versum, standa
þessi orð:
„Og Jesús kom til þeirra, talaði við þá og sagði: Alt
vald er mér gefið á himni og jörðu. Farið því og kristnið
ailar þjóðir, skírið þá til nafns föðursms og sonarins og hins
heilaga anda og kennið þeim að halda alt það sem ég hefi
boðið yður. Og sjá ég er með yður alla daga alt til enda
veraldarinnar.“
Fyrst er yfirlýsingin um valdið. Það er algert grund-
vallaratriði. Skipunin er fullkomin því hún kemur í umboði
almættisins sjálfs.
Næst kemur það sem á að gerast. Það á að kristna
þjóðirnar og fyrsta sporið til þess er að skíra manninn.
„Skírið þá“ mennina, karl og konu, ungan eða gamlan, því
orðið „maður“, á við alla menn undir þessum kringum-
stæðum án tilhts til kyns eða aldurs. Ef um undantekningar
hefði verið að ræða, þá virðist það sannleikanum samkvæmt,
að þær hefðu verið gerðar þarna.
Ábyrgðartilfinning manna fyrir velferð barnsins,
þroska þess hér í heimi til að byrja með — það, að ákalla
Guðs nað yfir barnið, svo íullkomlega sem aðstandendur
bera ýtrast skyn á, samkvæmt tilgreindri, guðlegri skipun,
mun vera ástæðan hjá þeim, er barnið flytja til skírnar.
Þeir og þær trúa því, að hinn, íyrir daglegum augum duldi
náðarkraftur dreypist í sálarlíf barnsins fyrir heilags anda
nærveru, sé skipuninni hlýtt. Maður getur hugsaö sér að
áhriíin skeði eitthvað svipað á sinn hátt og vatnsdropi
■'mkvar fræ í moldu, þó langt sé þess að bíða að sýnilegir
ávextir komi í ljós, blöð, leggir, blóm eða jafnvel eikur og
aidini. Æskan er bezti námstíminn og því virðist svo sem
vel sé um það, að barnið sé sem bezt undir það búið, að
skilja lífið þegar það kemst á þau ár að skilja virkileikann,
þó öllUm möhnum á öllum aldrx sé alfrjáls aðgangur að
þessu mikla náðarmeðali, skírninni.
Víðar er talað um skírnina svo sem kunnugt er og það
sterklega. Hin önnur alþekta skipun beint talað Dorn-
unum til handa, Markús 10: 14. v. „Leyfið börnunum að
koma til mín og bannið þeim það ekki, því að slíkra er guðs-
ríkið. Sannlega segir ég yður. Hver, sem ekki tekur á móti