Sameiningin - 01.09.1952, Side 7
Sameiningin
53
Mundi ekki meðferð þessara máttaráhrifa hafa tekið dá-
lítið uggvænlega stefnu í hinu almenna safnaðarlífi, er frá
leið. Ósjálfrátt koma manni í hug tungutals-guðsþjónust-
ur vissra sértrúarflokka, sem ryðja sér til rúms á vorri tíð —
jafnvel heima á voru óuppnæma íslandi. Pétur er alls ótor-
trygginn, þegar hann veit að Kornelíus hundraðshöfðingi
befir hlotið gjöf heilags anda. Seinna koma viðvaranir eins
og þessi: „Trúið ekki sérhverjum anda“. Víst mælir Páll
með því, að menn sækist eftir andagáfunum, en segist þó
vita „ennþá miklu ágætari leið“. Hann kemst svo að þeirri
mikilvægu niðurstöðu, að fullkomnasta gjöf andans sé
kærleikurinn —- hið allsgáða dagfar í lítillæti, sanngirni
og hverskonar góðleik. Því að þótt menn töluðu tungum
manna og engla, hefðu spádómsgáfur, vissu alla leyndar-
dóma og hefðu svo takmarkalausa trú, að færa mætti fjöll
úr stað, en hefðu ekki kærleika til að fegra og blessa dag-
lega breytni sína, væru þeir alls engu bættari.
Með þessari niðurstöðu er Páll kominn inn á braut
þeirrar hugsunar, sem farin er í Fjallræðunni. Þar lesum
vér þessa trúboðsreglu sjálfs Meistarans: „Þannig lýsi ljós
yðar mönnunum, til þess að þeir sjái góðverk yðar og veg-
sami föður yðar, sem er í himnunum.“
------☆------
Það er þess vegna bæði sannur kristindómur og góð
guðfræði, er vér á þessari stórhátíð, hátíð andans, syngjum
og biðjum:
„Ó, Guð, mér anda gefðu þinn,
er glæðir kærleik, von og trú,
og veit hann helgi vilja minn,
svo vilji’ ég það, sem elskar þú.“
Hversu margar og áhrifamáttugar sem náðargjafir and-
ans hafa fyrrum verið, og hversu gagnlegar sem þær kynnu
að vera trúarvitnisburði þessara tíma, þá ber þó ein þeirra
af á öllum tímum. Framar öllu öðru ber oss að sækjast eftir
andagáfu kærleikans í daglegri umgengni við sambræður
vora. Þannig verður því helzt til vegar komið, að Faðir vor,
sem er í himnum, verði vegssamaður til yztu endimarka
jarðarinnar.
Kærleikurinn, vígður von og trú, fellur aldrei úr gildi.
AMEN