Sameiningin - 01.09.1952, Side 11
Sameiningin
57
Þórir Kr. Þórðarson:
Fornleifafræði og Bibliurannsóknir
„Biblían í daglegu lífi voru“ hefir verið eitt af umræðu-
efnum þessa þings. Það fer því vel á, að vér íhugum í kvöld
ýmislegt það, sem áhrærir Biblíuna og þann hugar heim og
trúar, sem hún endurspeglar, og þá sér í lagi það á hvern
veg vér getum treyst þekkingu vorri á trú feðranna.
Þetta umræðuefni er flestu öðru þýðingarmeira í kirkj-
unni í dag, eins og bent hefir verið á hér á þinginu, vegna
þess hve mjög hefir hrakað þekkingu manna á boðskap
Ritningarinnar og sökum síþverrandi biblíulestrar.
Upphaf og rót trúar vorrar finnum vér í Gamla og
Nýja Testamentinu, og þar býðst oss kraftur og stæling
andans. Ritningin er vitnisburður um trú feðranna, og hjá
hverjum fremur en þeim kjósum vér að ganga í skóla?
Iiún er ennfremur eina heimildin sem vér eigum um líf og
dauða frelsara vors, og hvað er oss nauðsynlegra en að hafa
hann stöðugt fyrir hugskotssjónum? Við lestur Ritningar-
innar birtist oss Andi Guðs, sem leiðbeinir oss í vanda trúar
og' daglegs lífs, því trúum vér, að hún sé Guðs Orð.
Mjög er um það rætt í kirkjunni í dag á hvern hátt
megi endurvekja þekkingu manna á Biblíunni og auka lestur
hennar. Öllum kemur saman um að það sé eigi auðunnið
verk. En þar veldur um tvénnt. Eigi aðeins, að kristnir
menn eru orðnir afvanir lestri Ritningarinnar, heldur einnig
hitt, að heimur hennar er svo frábrugðinn vorum hugar-
heimi og tímarnir svo ólíkir, að nokkurrar þekkingar er
þörf til þess að skdja hana og notfæra sér boðskap hennar,
einkum Gamla Testamentisins. Það er því ekki nægjanlegt,
ef endurvekja á lestur Biblíunnar, að hvetja menn til lestr-
ar og prédika yfir þeim, hversu ágæt Biblían er. Það þarf
að mennta söfnuðina. Menn þurfa að fræðast um þann
heim, sem feður vorir lifðu í. Þetta gildir einkum um
Gamla Testamentið, sem er að miklu leyti gleymt í kirkjunni
i dag, þótt síður megi segja það um kirkjuna hérlendis en
í Evrópu. Hér er þó lesið úr Gamla Testamentinu í hverri
guðsþjónustu. Bæði er það, að Gamla testamentið er fjar-