Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.09.1952, Qupperneq 10

Sameiningin - 01.09.1952, Qupperneq 10
56 Sameiningin að gröfinni, fyrst þær gætu ekki velt steininum frá. Þær íreyslu því að einhver öfl kæmu þeim til liðs, er gætu velt steininum frá. Þe^m varð að trú sinni, því það var guðdóms- kraftur Jesú Krists, sem velti steininum frá grafardyrunum, þegar hann reis upp og sigraði dauðann fyrir okkur. Og enn er það okkar brýnasta þörf að drottins heilagi máttur velti steininum frá — velti honum burt af okkar lífi, svo að ófullkomleikinn og skammsýnið, kuldinn og trúleysið yfirbugi ekki okkar líf og starf, en að falslaus kærleikur, hfandi trú og starfandi kraftur frá Guði rísi upp til s.gurs í okkar hjörtum. Fjarsýni Skömmu eftir að hinn alræmdi guðsafneitari, Robert Ingersoll, hafði fallið aumlega við ríkisstjórakosninguna í Illinois, fór hann dag nokkurn með járnbrautarlest milli Chicago og Peoria. Eftir venju sinni talaði hann harðlega gegn kristindóminum og auglýsti vantrú sína. Þegar hann haíði haldið því áfram um stund, sneri hann sér að manni einum í járnbrautarvagninum og sagði: „Getið þér nefnt mér eitt einasta stórvirki, sem kristindómurinn hefir unnið?“ Manninn langaði ekki til þess að lenda í orðakasti við Ingersoll og svaraði því ekki, en í því stöðvaðist lestin, kom þá yfir nokkur kyrrð við það, að vagnaskröltið hljóðn- aði. Þá reis upp áttræð kona að baki guðsafneitaranum og lagði skjálfandi hönd sína á handlegg hans og sagði: „Herra minn, ég veit ekki, hver þér eruð, en ég get sagt yður frá miklu og dýrlegu verki, sem kristindómurinn hefir unnið.“ „Hvað getur það verið?“ spurði Ingersoll. „Hann hefir valdið því, að guðsafneitarinn Robert Ingersoll komst ekki að ríkis- stjórnarembættinu í hinu mikla ríki Illinois.11 Þó að eldingu hefði slegið niður í vagninn, hefði það ekki getað haft djúptækari áhrif en þetta svar hinnar öldruðu konu. Ingersoll varð náhvítur af reiði og sagði ekki meira.

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.