Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.09.1952, Qupperneq 26

Sameiningin - 01.09.1952, Qupperneq 26
72 Sameiningin í hinni heilögu æskulýðsfylkingu Jesú Krists eru aðeins sjálfbo&aliöar. Hann lét ríka unglinginn frá sér fara vegna þess, að hann hafði ekki hinn glaða fúsleiksanda læri- sveinsins. Hraust og djörf æska fylkir sér um krossfánann. „Þeir ia nýjan kraf't; þeir fljúga upp á vængjum sem ernir; þeir hlaupa og lýjast ekki; þeir ganga og þreytast ekki“. (Jes. 40, 31). ' Það eru margir, sem hafa geng'ið í krossher Krists, — i'jölmargir eins og daggardroparnir, — og fleiri, viljum við, að þeir verði. Og friðar-vinir eru þeir í þjónustu friðarhöfðingjans. Annars vegar reyna þeir „að halda frið við alla menn“ eins og hirðar Abrahams, en þó hafa þeir sagt synd og óréttlæti stríð á hendur. Kristniboð er einn þáttur þessa heilaga stríðs, eins og allt annað starf, sem er unnið Guðs ríki til eflingar. Þar bíða þín mikil og vegleg verkefni, viljir þú þjóna Kristi með lífi þínu. Hann þarfnast þín. Enn hljómar herópið frá Stiklastöðum í æðri og andlegri merkingu: „Áfram! Krists- menn, krossmenn, konungsmenn!“ Sigurinn er vís! Sigrandi og til sigurfara sigurhetjan fer um storö; til að rnölva myrkrahliðin máttugt á hann sigur-orð. Iiann er krýndur sigursveigum, sólin bliknar í hans glans! Fetum í hans fótspor glaðir, frelsi og líf svo öðlumst hans. Goethe, þýzka skáldið, segir: „Ef kristindómurinn um- skapar ekki hjörtu vor, þá nær hann ekki tilgangi sínum. Þegar kenning Krists og kærleikur upplýsir skilning vorn og lifir í hjörtum vorum, þá komumst vér að raun um það, að vér verðum betri og frjálsari menn.“ ☆ ☆ ☆ Vér verðum einungis sæl af þeim kærleika, sem vér auðsýnum öðrum.

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.