Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1952, Blaðsíða 2

Sameiningin - 01.09.1952, Blaðsíða 2
SÁLMU R Lag: Lýs milda Ijós Lít upp til himins sorgum þjáða sál, það sefar harm, lát þig ei blinda dauðans tákn og tál, né íár á hvarm. í hverri þjáning gimsteinn geymdur er, sem Guðs að ráði áttu að fægja hér. Það kostar fórn að fægja gimstein þann og fleti þá, sem eiga að spegla sjálfan sannleikann, og sigur fá. Þér var frá eilífð úthlutað það 'starf og orkan, sem til framkvæmdanna þarf. í æðra veldi hefja skaltu harm og hugans sýn, þar til þú finnur algæzkunnar arm; þá ársól skín, þar sem þú áður sást ei skýja skil, þú skynjar þá að dauðinn er ei til. Davíð Jónsson, Kroppi, Eyjafirði

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.