Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.09.1952, Side 6

Sameiningin - 01.09.1952, Side 6
52 Sameiningin hann um fljótfærni, trúgirni, ef ekki óeinlægni. En þegar hann segir við mann, sem haltur hafði verið og farlama frá móðurlífi: „í nafni Jesú frá Nazaret, þá gakk þú.“ — og ’iann gekk — þá var vitnisburður hans studdur einhverju því, sem ekki varð á móti mælt. Fyrir náðargjafir andans, kraftinn af hæðum, urðu ófullkomnir menn þess megnugir, að gjörast áhriíaríkir vottar hms krossfesta og upprisna Lausnara. Þetta var kraftbylgjan, sem reis svo hátt, að með henni barst vitnis- burðurinn að lokum til ystu endimarka jarðarinnar. Páll postuli var menntaður maður og mælskur. Hann var persónulega sannfærður um að hafa séð Krist uppris- inn. Samt segir hann að prédikun sín styðjist ekki við „sann- færandi vísdómsorð, heldur við sönnun anda og krafiar". Þannig rekur hann aðaláhrif kristniboðs síns til hins yfir- venjulega máttar, andans. — Hér er um að ræða frjótt íhugunarefni fyrir þá, sem eru að missa sjónar á tilefni hvítasunnunnar sem stórhátíð- ar. Feli sigursaga kristninnar í sér sönnun þess, að Kristur hafi birzt upprisinn, þá felur hún ekki síður í sér sönnun hins, að rætzt hafi hið drottinlega fyrirheit um kraft af hæðum — rætzt með svo stórbrotnum hætti og tilkomu- miklum árang'ri, að þær kynslóðir, sem í ríkustum mæli öðluðust slíka reynslu, hlutu að helga henni veglega trúar- Kristin kirkja gerir ekki framar alment kröfu til þess, ao kristindómsboðun hennar sé studd af beinum máttar- áhrifum frá ósýnilegum heimi. Það er sanngjarnt spurnar- efni, hvers vegna hún geri það ekki? Ég hefi oft undrast það. Ættu ekki emlægir Krists-trúarmenn að geta verið íarvegir þess kraftar á vorri tíð eins og forðum? Vissulega er uppspretta hans ekki þorrin. Og hvers mundi villuráf- andi og nauðstatt mannkynið fremur við þurfa nú en ein- mitt slíkrar sönnunar anda og kraftar? — Þótt viðhorf hinnar almennu kirkju geti í þessu efni sætt nokkurri furðu, má þó benda á eftirtektarvert atriði, sem varpar skilningsljósi yfir þessa þróun aldanna. Lýsing Páls á hinum ýmislegu náðargjöfum andans er íull aðdáunar og trúarvissu. Við lestur hennar setur þó að manni þann grun, að hann sé ekki allskostar ánægður.

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.