Sameiningin - 01.12.1959, Blaðsíða 22
20
Sameiningin
að gera þetta mál hlægilegt, og þeim til skemmtunar, sem
viðstaddir voru, taka þeir sem dæmi konu eina, sem hafði
verið gift sjö sinnum og lifað alla menn sína, og spyrja svo:
Hvers kona verður hún í upprisunni? Kristur svaraði spurn-
ingu þeirra, sem sennilega var gripin úr lausu lofti, á þá
leið, að hún bæri vott um þekkingarskort þeirra í tveimur
grundvallaratriðum þessa máls; þeir þekktu hvorki kenn-
ing ritninganna um þessi efni, og ekki heldur ástand framlið-
inna. Lífið fyrir handa gröf og dauða verður ekki háð efnis-
heiminum á sama hátt og áður. Mannlegar þarfir og þrár
verða á öðrum og hærri sviðum en menn gera sér í hugar-
lund. Sjálfur þekkir hann kærleika föðurins til barna sinna;
í húsi föðurins eru mörg híbýli; líf manna slokknar ekki í
dauðanum.
Kristur kennir mjög ákveðið, í öllum guðspjöllunum,
að allir menn rísi upp á hinzta degi, bæði vondir og góðir, í
upprisunni hljóta þeir sem ofsóttir hafa verið hans vegna,
makleg laun, en hins vegar munu óguðlegir mæta til dóms.
En verðum vér þá að bíða upprisunnar á efsta degi, til
þess að njóta sæluvistar í nærveru Guðs? Svar við þeirri
spurningu fáum vér að nokkru dregið af samræðu Krists
við iðrandi ræningjann á krossinum. í angist sinni fór hann
aðeins fram á það, að Kristur minntist sín, er hann kæmi
í ríki sitt. En honum veittist meira en hann bað um. Sælu-
vist hans, hans annars heims, mundi ekki slegið á langan
frest, hann skyldi ekki þurfa að bíða hinnar almennu upp-
risu, — þá samdægurs mun honum veitt innganga í Paradís.
Svipuð ummæli eru höfð eftir Kristi í Lúkasi 19:9, og aftur
í Jóh. 14, þar sem hann talar um að taka á móti vinum
sínum í bústöðum eilífðarinnar.
Það er eftirtektarvert, að Nýja testamentið talar oft
um farsæld framliðinna, án þess að upprisuhugmyndin komi
þar til greina, og einnig er talað um vanlíðan þeirra, sem
í þessu lífi hafa virt Guðs vegu og vilja að vettugi. Tvö dæmi
nægja. Fyrst er frásagan samkvæmt Lúk. 16 um ríka sæl-
kerann og Lazarus. Á þrautatíð sinni hefði Job vafalaust
fundið hugfró í þeirri frásögn, og margur Job á vorri tíð
mætti taka þetta efni til athugunar. Sagan er oss öllum svo
kunn, að óþarft er að endursegja hana hér. Hinn augljósi
lærdómur er þetta: dauðinn er ekki langur svefn, eða með-
vitundarleysis-ástand fram á upprisudag og heimsenda. Hins