Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1961, Blaðsíða 7

Sameiningin - 01.10.1961, Blaðsíða 7
Sameiningin 5 glugga, sem hefir verið sneitt af stofni sínum. Hvötin til dygðugs lífernis skapast eingöngu af ábyrgðartilfinning- unni fyrir eilífu gildi mannlegs lífs, meðvitundinni um það sð vera maður, kallaður af Guði til ákveðins hlutverks í líf- inu, og ábyrgur gerða sinna frammi fyrir Guði á sjálfs síns dómsdegi. Ef að vér einblínum alla vora daga á hlaðvarpann í Nain, og beitum allri orku vorri að hagsmunabaráttu líð- andi stundar, verður ábyrgðartilfinning vor sljó, og harmar lífsins lama oss og leggja oss að lokum í vonlausa gröf. Þar sem Kristur stendur við hliðið, þar er oss óhætt út að ganga. Þá verður Nains hliðið hlið himinsins. í samfylgd með honum á vegi guðstraustsins ,verður lífið, þrátt fyrir harma þess og sorgir, guðleg náð. í návist hans er dauðinn uppsvelgdur í sigur. V. J. E. SÉRA BJARNI JÓNSSON VÍGSLUBISKUP: Hvar er himnaríki? Þar sem Guð er, þar er himnaríki. En hvar er Guð? Hann ríkir hátt yfir hverfleikans straum. Guði verða engin takmörk sett í tíma eða rúmi. Lofgjörð trúarinnar segir: „Dýrð sé Guði í upphæðum.“ Hér er ekki verið að ákveða staðsetningu samkvæmt mannlegum útreikningi. Himinn- inn og himnanna himnar taka þig ekki, segir heilög ritning. Guð er á himnum, en þú á jörðu. Héðan lítum vér til Guðs, sem er í upphæðum, og biðjum: „Faðir vor, þú sem ert á himnum.“ Hann er á himnum, en um leið er hann hjá oss. Þess vegna segir Matthías: Hann heyrir stormsins hörpuslátt, hann heyrir barnsins andardrátt, hann heyrir sínum himni frá hvert hjartaslag þitt jörðu á. Sálmaskáld Biblíunnar lýsir þessu með ógleymanleg- um orðurn: „Hvert get ég farið frá anda þínum og hvert

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.