Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1961, Blaðsíða 24

Sameiningin - 01.10.1961, Blaðsíða 24
22 Sameiningin eyja“. Ástarsorg og trúarlegar efasemdir höfðu hrakið þenn- an unga stúdent út á yztu nöf, hann hugðist svipta sig lífinu. En nú greip hin volduga hönd Guðs fram í. Á leið- inni til Færeyja hafði maður nokkur leitað til hans um hjálp og athygli séra Friðriks var beint frá hans eigin vanda. Hann hafði óljósan grun um að Guð vildi honum eitthvað. Þar sem hann reikaði um götur Þórhafnar, kom honum skyndilega í hug trúboði nokkur, sem komið hafði til Reykjavíkur nokkrum árum áður frá Færeyjum og nú datt honum í hug að spyrja uppi þennan mann. En svo vildi til, að trúboði þessi var að halda samkomu og fékk nú Friðrik húsaskjól með því að setjast inn á samkomu baptistasafnaðar í Þórshöfn. Þvílík áhrif hafði þessi samkoma og rás atburð- anna á séra Friðrik, að hann var þess fullviss að hönd Guðs hvíldi á sér og upp frá því lét hann leiðast algjörlega af þessari sterku hönd. Á námsárum sínum í Kaupmannahöfn kynntist séra Friðrik starfi K.F.U.M. þar í landi og hreifst af því. Hann gerðist þar sjálfboðaliði og eignaðist þar marga góða kunn- ingja. Hann dvaldist síðar í Danmörku í eitt ár, 1907, og í sex ár í síðari heimsstyrjöldinni. Þegar séra Friðrik kom heim frá námi, hófst hann þegar handa að hjálpa þeim, sem bágt áttu og að laða börn og unglinga til Krists. Hann mætti strax háði og spotti, en lét það ekki á sig fá. 2. janúar 1897 stofnaði hann K.F.U.M. í Reykjavík og í apríl sama ár K.F.U.K. Prestsvígslu tók séra Friðrik 14. október árið 1900 og þjónaði fyrst Holdveikra- spítalanum um nokkur ár, síðan öðru prestsembættinu við dómkirkjuna um tíma og var settur sóknarprestur á Akra- nesi um skeið. Annars sóttist séra Friðrik ekki eftir embætt- um, hann bara þjónaði þar sem þörfin var mest. Hann starfaði hér í Vesturheimi á árunum 1913 til 1916. Mestu af starfskröftum sínum varði þó séra Friðrik í þágu K.F.U.M. og K. og í þágu æsku íslands yfirleitt. Á þessu sviði var hann heilan mannsaldur og á undan samtíð sinni, sem sést bezt á því, að loks nú á allra seinustu árum eru kirkjunnar menn á íslandi almennt að vakna til að vinna þau verk, sem séra Friðrik hóf fyrir meira en 60 árum.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.