Sameiningin - 01.10.1961, Blaðsíða 35
Sameiningin
33
að séra Bjarni hefði aldrei verið forfallaður, þegar próf hafa
staðið yfir.
Rektor sagði, að Háskólanum væri geysimikill styrkur
af starfi séra Bjarna. Lauk rektor máli sínu með því að láta
i ljósi þá von, að Háskólinn mætti njóta starfskrafta séra
Bjarna sem lengst, og færði hann honum gjöf frá Háskól-
anum. Séra Bjarni þakkaði að lokum þann heiður, sem
honum hefði verið sýndur, og óskaði hinum nýju guð-
fræðikandidötum velfarnaðar.
J. B.
íslenzk kristniboðsvígsla
Kristniboðsstarf íslendinga í Afríku stendur í mjög
miklum blóma. Kristniboðarnir eru þar ungir menn, sem
hafa hlýtt kalli Guðs af alvöru og mikilli starfsgleði. Starf
þeirra hefir einnig verið ríkulega blessað, og nýtur meiri
og almennari athygli og stuðnings meðal heimaþjóðarinnar.
í síðasta hefti Sameiningarinnar fluttum vér fregn af vígslu
hjóna til kristniboðs í Afríku, sem fór fram 29. maí 1960.
í Morgunblaðinu frá 13. maí 1961 birtist þessi frásaga og
viðtal, sem hér fer á eftir. Oss fannst það athyglisvert og
fræðandi og vel þess virði að birta það í heild. I þessum
efnum getum vér lært af íslendingum austan hafs:
Á Uppstigningardag fór fram í Hallgrímskirkju vígsla
tveggja kristniboða, en þeir eru hjónin Gísli Arnkelsson og
Katrín Guðlaugsdóttir. Þetta eru fjórðu hjónin, sem taka
vígslu á vegum Sambands ísl. kristniboðsfélaga, en auk
þess hefur ein hjúkrunarkona tekið vígslu. Fyrstu hjónin,
Felix Ólafsson og kona hans Kristín voru vígð 1952, en þau
voru brautryðjendur íslenzks kristniboðsstarfs í Konsó.
Athöfnin í Hallgrímskirkju á Uppstigningardag fór
þannig fram, að fyrst hélt Felix Ólafsson stutta ræðu. Séra
Magnús Runólfsson, Felix Ólafsson, séra Magnús Guðjóns-
son á Eyrarbakka og Geirlaugur Árnason lásu hver sína