Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1961, Blaðsíða 9

Sameiningin - 01.10.1961, Blaðsíða 9
Sameiningin 7 Lesum dæmisögurnar um Guðsríki. Lesum 13. kapitula Matteusarguðspjalls. Sjáum vöxtinn og útbreiðsluna. „Líkt er himnaríki mustarðskorni. Vissulega er það hverju sáð- korni smærra, en þegar það er sprottið, er það stærra en jurtirnar og verður að tré, svo að fuglar himinsins koma og hreiðra um sig í greinum þess.“ Vér þekkjum sálminn „í fornöld á jörðu var frækorni sáð.“ Syngjum hann og biðjum: „Tilkomi þitt ríki.“ Göngum inn í hátíðarsal himna- ríkis. Þá þurfum vér ekki að spyrja: „Hvar er himnaríki?" því að nú eigum vér þar heima. Tökum á móti þessari blessun frá Guði, eins og börnin taka fagnandi á móti góð- um gjöfum. Komum á fund Drottins eins og lofsyngjandi börn, og heyrum hann segja: „Slíkra er Guðsríkið.“ Þetta hnoss er hægt að eignast nú. Þetta er hin sæla nútíð. Það skal sannast nú og hér, að hin mesta sæmd og sælasta gleði er í því fólgin að vera lærisveinn himnaríkis. Nú skil ég orðin, sem oft eru sungin: „Ég á þegar eilífa lífið.“ Eilífðin er lögð oss í brjósti. Eilíft líf byrjar hér. En hvernig er framtíðin? Hvað tekur við? Ég hlusta og heyri hin óviðjafnanlegu og styrkjandi orð: „Hjarta yðar skelfist ekki, trúið á Guð og trúið á mig. í húsi föður míns eru mörg híbýli, væri ekki svo, mundi ég þá hafa sagt yður, að ég færi burt að búa yður stað? Og þegar ég er farinn burt og hefi búið yður stað, kem ég aftur og mun taka yður til mín, til þess að þér séuð og þar sem ég er.“ (Jóh. 14:1-3). Vér vitum, hver talar þannig. Orðum hans má fullkom- lega treysta. Ég spyr um eilífðina, og hlusta eftir þessum orðum. Þau nægja mér. Við mér blasir hið fegursta út- sýni. Ég horfi til þeirrar stundar, er gleðin verður full- komin í himnaríki hjá Guði, er tárin þorna fyrir geislum kærleikans. Nú sjáum vér svo sem í skuggsjá í óljósri mynd, en þá augliti til auglitis. Trúin sér eilíft ljós. Verum samferða á leiðinni til himinsala. Leitum Guðs- ríkis hér og þá mun spurningunum verða svarað af Drottni sjálfum, sem gefur oss hér og nú gleði himnaríkis og í hinum kom-andi heimi eilíft líf. Þá verður leyst úr öllum spurn- ingum. í dag er oss boðið til hátíðar í himnaríki, en hátíðin

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.