Sameiningin - 01.10.1961, Blaðsíða 37
Sameiningin
35
— Ég' var kennari, útskrifaðist frá Kennaraskólanum
1954 og hefi kennt í fimm ár. Fyrst við skóla ísaks Jónssonar
og síðar við Melaskólann. S. 1. eitt og hálft ár höfum við
hjónin unnið að undirbúningi undir starfið, sem fyrir hönd-
um er. Fyrst gengum við á Biblíuskóla í Osló og dvöldum
síðan í Lundúnum við málanám. Þar lærðum við ensku, en
námskeið þau, sem haldin eru í amharisku fyrir trúboða fara
fram á því máli.
— Munið þið fara á slíkt námskeið er þið komið til
Addis Abeba?
— Við vonumst til að komast á námskeið strax, en þau
eru aðeins haldin með vissu millibili, og við vitum ekki
hvort við verðum svo heppin að námskeið standi yfir, er
við komum til Eþíópíu. Vera má að við förum fyrst til
Konsó og síðan aftur til Addis Abeba á fyrsta námskeið,
sem kostur verður á.
— Er eitt námskeið nægilegt til þess að komast niður
í málið?
— Nei, þessi námskeið standa yfir þrjá mánuði, svo fara
kristniboðarnir venjulega aftur til trúboðsstöðvanna og
dvelja þar einhvern tíma og kynnast málinu betur, en fara
síðan á námskeið aftur. Amhariskan er töluvert erfitt mál,
t. d. eru 254 stafir í stafrófinu.
— í hverju verður starf ykkur aðallega fólgið?
— í kennslu og prédikun. Skólinn, sem starfræktur er
á kristniboðsstöðinni hefur 60-70 nemendur, sem skiptast í
þrjá bekki. Þetta eru flest unglingspiltar. Kristniboðarnir
kenna við skólann og einnig hafa innfæddir starfað þar
nokkuð við kennslu. Þau fög, sem mest áherzla er lögð á,
eru lestur, skrift, reikningur og kristin fræði og fer kennslan
fram á amharísku, sem er ríkismál Eþíópíu.
— Er nokkuð, sem þér vilduð bæta við?
— Já, við hjónin horfum með gleði fram til starfsins
og eins og Jesús sagði: — Hann er sá, sem allt vald hefur
á himni og jörð. í trausti þessara orða förum við.