Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1961, Blaðsíða 13

Sameiningin - 01.10.1961, Blaðsíða 13
Sameiningin 11 trúfræðilegan mismun. Vér lúterstrúarmenn höfum ætíð verið heimsmeistarar í trúarþrætum. Sumar af þessum þrætum hafa verið meira grátlegar en til gagns. Það má til dæmis minnast á það, að Ohio og Iowa synodurnar áttu í íimmtíu ára langri deilu út af trúfræðilegum skoðanamun, og beittu meðal annars hatramlegum uppnefningum, þar til að lokum að þær sameinuðust. Einn af leiðtogum vorum í Bandaríkjunum komst þannig að orði fyrir nokkrum árum síðan, að vér lúterskir hefðum færra til að skipta okkur niður í hópa en nokkur önnur kirkjudeild, en samt sem áður margfölduðum vér þessi svo til ósýnilegu ágreinings- atriði meir en nokkur annar hópur. Annar kirkjulegur leið- togi gerði þessa broslegu athugasemd: „Vér lúterstrúarmenn deilum ekki aðeins um svo hlægilegar uppástungur eins og hve margir englar geti dansað á nálaroddi, heldur deilum vér um hvort englar eigi yfirleitt að dansa!“ Sem kirkjudeild höfum vér löngum verið sammála um að vera ósammála, en nú þegar að þjóðernislínurnar eru að dofna út og deiluefnin svo til öll uppunnin, þá höfum vér byrjað hröðum skrefum að sameina herbúðir vorar. I stað hinna sextán kirkjufélaga, sem vér höfðum fyrir fáeinum árum, þá munum vér innan skamms hafa aðeins þrjú: Missouri Synoduna, Amerísku lútersku Kirkjuna og ávöxt yfirstandandi sameiningar, sem vegna skorts á betri og auðkennilegri nöfnum hyggst kalla sig nafninu „Lúterska Kirkjan í Ameríku.“ Hvar komum vér nú, Hið íslenzka kirkjufélag, inn í þessa heildarmynd? Vér höfum ekki brugðið frá hinni Norður-Amerísk-lútersku venju. Vér höfum verið ákafir einstaklingshyggjumenn. Þar til nýlega höfum vér verið bundnir vorri eigin þjóðtungu, ekki mjög evangeliskir, held- ur miklu fremur uppteknir af vorum eigin áhugamálum. Vér höfum staðið í stríði við frjálslynd öfl innan vor eigin þjóðarhóps, og vér höfum átt í innbyrðis stríði, þar til oss næstum blæddi til ólífis. En oss tókst að halda áfram, þar til stóri bróðir vor, Sameinaða lúterska Kirkjan, skaut undir oss stoðum, þannig að vér urðum færir um að halda áfram tilveru vorri á þann hátt, að vér höfum aldrei verið sterkari

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.