Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1961, Blaðsíða 12

Sameiningin - 01.10.1961, Blaðsíða 12
10 Sameiningin ar af evrópiskum uppruna sínum. Þar hafa verið Þjóðverjar, Svíar, Norðmenn, Danir, Slavar, Finnar, Eistlendingar og íslendingar. Hin lútersku kirkjufélög hafa verið reist með þjóðernislegt bakhjarl. Trúboð þeirra beindist aðeins inn að þessum ýmsu hópum, að það beindist út til fólks af öðr- um þjóðernum, var svo til óheyrt. Það var heldur ekki við því að búast. Guðsþjónustur og prédikanir í mörgum af þessum þjóðernislegu kirkjufélögum voru fluttar á tungum þessara þjóða. Norskur prestur af gamla skólanum gat til dæmis ekki byggt á samvinnu við Þjóðverja í sínum söfn- uði, og öfugt, vegna þessarar hindrunar, sem tungumálið skapaði. Prestur nokkur af gamla skólanum var hvattur til að koma á stað herferð til öflunar nýrra meðlima, en hann mótmælti því með þeim rökum, að þar væru engir Svíar, sem ekki tilheyrðu kirkju. Norskur prestur í einu af Norður- ríkjunum skýrði safnaðarnefnd sinni frá því að nýaflok- inni heimsóknarferð til eflingar trúboðs: „Vér höfum á þessu svæði sextíu og sjö kristna menn og einn íslending!“ En allt hefur þetta breytzt, eða er að breytast. Lúterskir leiðtogar hafa komizt að raun um, að kirkja vor getur ekki verið trúboði Frelsarans, ef hún heldur áfram að starfa eingöngu meðal afkomenda hinna fyrstu landnema frá Evrópu. Landnemarnir unnu þrekvirki, en störf þeirra voru takmörkuð af þeim aðstæðum, sem þeir bjuggu við. Og breyttar aðstæður krefjast breyttra starfshátta, og það er einmitt það, sem hefur gerzt. Ný heimatrúboðsalda hefur risið upp innan kirkju vorrar, ásamt auknum skilningi á því, að fagnaðarerindið er alheimslegt í eðli sínu, ætlað öllum þjóðum. Eftir að lúterska kirkjan varð sann-evangelisk og al- þjóðleg í anda, hefur fólk innan raða hennar staðið agndofa yfir þeim árangri, sem starf þeirra hefur borið meðal þeirra, sem staðið hafa utan allrar kirkju. Vér erum furðu lostnir yfir vorri eigin dirfsku eftir aldarlanga skandinavíska feimni og þýzkt afskiptaleysi. Þar til fyrir skömmu var lútersku fólki í Norður Ameríku skipt niður í sextán afmarkaða hópa. Þessi skipting var augsýnilega ekki eingöngu þjóðernisleg, heldur var einnig um að ræða raunverulegan og ímyndaðan

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.