Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1961, Blaðsíða 26

Sameiningin - 01.10.1961, Blaðsíða 26
24 Sameiningin æðsta heiðursmerki þjóðar sinnar í viðurkenningarskyni fyrir störf hans í þágu alþjóðar. Honum var einnig, einum íslendinga, reistur minnisvarði í lifanda lífi. En óbrot- gjarnastur verður sá minnisvarði, sem hann reisti sér í hugum þúsunda manna, sem nutu návistar hans. Mynd hans er grópuð í íslenzku þjóðarsálina og þar mun hún lifa. Séra Friðrik var ekki um hól gefið, hann vissi svo vel, hve mikið hann átti Guði að þakka. Honum var mikið gefið í vöggugjöf og hann ávaxtaði pund sitt vel. Hann gaf líf sitt Guði og Guð sendi hann til að þjóna samferðamönnum sínum. Lofaður sé Guð fyrir líf hans. Langruth, Manitoba, 6. júlí 1961. Séra Ingþór Indriðason Dr. Charles Vann Pilcher Ekki má Sameiningin falla svo til foldar, að hún minnist ekki á fráfall og æviskeið þess manns, sem flestum fremur hefur kom- ið íslenzkum trúarljóðum á framfæri í hinum ensku- mælandi heimi. En þar er dr. Charles Vann Pilcher, aðstoðarbiskup við St. An- drew’s dómkirkjuna í Syd- ney í Ástralíu. Hann lézt þar í borg snemma í júlí- mánuði 1960, 81 árs að aldri. Hann var fæddur í Oxford á Englandi, menntaður þar, og vígður í þjónustu kirkj- unnar. Hann kom til Kan- ada árið 1906, og var lengi

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.