Sameiningin - 01.10.1961, Blaðsíða 8
6
Sameiningin
flúið frá augliti þínu? Þótt ég stigi upp í himininn, þá ertu
þar, þótt ég gerði undirheima að hvílu minni, sjá, þú ert
þar, þótt ég lyfti mér á vængi morgunroðans og settist við
hið yzta haf, einnig þar myndi hönd þín leiða mig og hægri
hönd þín halda mér, og þótt ég segði: „Myrkrið hylji mig,
og ljósið í kring um mig verði nótt,“ þá myndi þó myrkrið
eigi verða þér of mvrkt og nóttin lýsa eins og dagur; myrkur
og ljós eru jöfn fyrir þér.“ (Sálm. 139:7-12)
Geymum einnig í hugum vorum þessi orð postulans:
„Guð er eigi langt frá hverjum einum af oss, því að í honum
lifum, hrærumst og erum vér.“ (Post. 17:28). Oft verður mér
hugsað til þessara orða:
Þú yztu takmörk eygir geims
og innstu lífsins parta;
þú telur ár og aldir heims
og æðarslög míns hjarta.
Himnaríki er í dýrðinni hjá Guði. En eins og Guð er
hér hjá oss, þannig er einnig himnaríki hér meðal vor. Ef
vér lifum í samfélagi við Guð, þá erum vér í himnaríki.
Það er hjá Guði í upphæðum, en það er einnig hér. Það er
oss nálægt, og oss er boðið til hátíðar í himnaríki. Jóhannes
skírari kallaði menn til iðrunar og sagði: :„Himnaríki er ná-
lægt,“ og Jesús flutti fagnaðarboðskapinn: „Himnaríki er
nálægt.“
Hið sama skal sagt nú í dag. Ef þú ert nú með Guði,
þá átt þú sælu himnaríkis. Handgenginn Guði, í gleði, í
starfi, í baráttu og í sorg, getur þú borið því vitni, að í
samfélagi við Drottin í himnaríki, eignast þú fögnuð, huggun
og kraft. Þá þekkir þú af eigin reynd sannleika þessara
crða: „Guðsríki er réttlæti og friður og fögnuður í heilög-
um anda.“ Jesús var spurður um himnaríki, og hann sagði:
„Guðsríki er hið innra með yður.“ Þannig er oss bent á,
hvar himnaríki er að finna. Göngum Guði á hönd, lifum
honum, og vér finnum, að himnaríki er hér. Dyrnar eru
opnar. Oss er boðið að ganga inn. Það er tekið fagnandi á
móti oss, og vér fáum hlutdeild í krafti hins eilífa lífs.