Sameiningin - 01.03.1945, Blaðsíða 6
20
um. Sú sundrung er engan veginn en hætt. þó að, guði
sé lof, stefna þessara tíma virðist vera meira í áttina til
sameiningar milli margra þessara kirkjufélaga en áður. Bæn
frelsarans um það, að lærisveinar sínir megi verða eitt, er
augsýnilega einmitt í vorri tíð að þessu leyti að koma fram.
En meðan kirkjufélögin færast hvert öðru nær, ætti þá
ekki jafnframt þeir söfnuðir og þær einstöku sálir, sem
standa í sama kirkjufélagi að hindast traustu sameiningar-
bandi og vinna saman í einum anda sameiginlegrar trúar,
vonar og kærleika? Vér íslendingar stöndum í hinni evan-
gelisku lútersku kirkjudeild, og þeir, sem í söfnuðum standa
tiliheyrandi hinu litla kirkjufélagi voru, ganga þó sjálfsagt
út frá því, að sú kirkja hafi hreinni kristindóm meðferðis
heldur en nokkur önnur kristin kirkjudeild. eins og hún
líka er hinn fjölmennasti prótestantíski kirkjuflokkur, sem
til er. En hví skyldi þá ekki meiri hvöt fyrir oss en alla utan
vorrar kirkjudeildar til þess að vera eitt? Hví skyldi vera
sundrung, ósamlyndi, flokkadráttur í söfnuðum vorum?
Hví skyldum vér vera sameinaðir aðeins að nafninu
en ekki líka í hjartanu, lífinu?
Það hefir lengi verið yfir því kvartað og vissulega
ekki ófyrirsynju, að vér íslendingar værum svo hörmulega
ófélagslyndir, og að þetta ófélagslyndi vort væri stór, oft
óyfirstígandi þröskuldur fyrir öllum framförum Ekki þor-
um vér að halda því fram, að íslendingar séu óféiagslyndari
en fólk af mörgum öðrum þjóðum. Oss liggur við að trúa
því, að sumar aí frændþjóðum vorum standi fólki voru í
þessari grein engu framar. Hjá þeirri þjóð, sem stendur
oss næst að skyldleika, Norðmönnum, virðist engu minni
sundrungarandi eiga heima heldur en vorri þjóð. En af
því að fólk vort er svo fámennt, hin íslenzka þjóð svo
fjarskalega lítil, þá kemur oss verr en öllum öðrum þjóðum,
ef vér getum ekki allir fylgzt að í baráttu lífsins. Ef þjóð
vor, svo lítil sem hún er, er öll sundur slitin í parta, sem
stríða hver á móti öðrum, þá verður ekkert afl til neinna
framkvæmda, ekkert verður gjört. Og því íremur hlýtur
þetta að verða ofan á, þegar þess er gætt, hve neðarlega
svo að segja hvert mannsbarn þjóðar vorrar er sett í efna-
legu tilliti. Öll þjóðin getur enn með einum munni sungið:
“Fátæktin er mín fylgikona frá því eg kom í þennan heim”.
— Þar sem bæði er fámenni og fátækt, þar þarf þá sannar-
lega á þeim krafti að halda, sem dregur menn saman í eitt.