Sameiningin - 01.03.1945, Blaðsíða 13
27
Og það er ekki eingöngu í líkamlegri merkingu, heldur
og í andlegri merkingu satt, að
“Ef kaldur stormur um karlmann fer
og kinnar bítur og reynir fót,
þá finnur hann hitann í sjálfum sér
og sjálfs síns kraft til að standa mót.”
Mikið er hlutverk óveðursins í lífi manna og þjóða.
Óveðrunum er það oft að þakka, að hið nýja og betra fær
komið í stað hins gamla og verra.
Það var 18. apríl árið 1906 að borgin San Francisco
hristist og hrundi í jarðskjálfta. Þá gaus og upp eldur og
eyddi borginni. I þrjá sólarhringa stóð bálið.
Lá þá borgin í rústum. En óveður það kendi borganbú-
um að reisa nýja borg, betri borg, traustari og fegurri hús.
Óveðrin kenna oss ávalt að byggja oss traustari hús að
búa í um tíma og eilífð.
Einhver dásamlegasta bókin, sem rituð hefir verið,
heitir Inferno (Víti). Enginn annar en Dante, hinn ítalski,
gat hafa samið þá bók. Vel hefði hann mátt hafa að for-
málsorðum lýsinganna í kvalastaðnum: Þetta er það, sem
augu mín hafa séð, eyru mín heyrt, hjarta mitt fundið.
í útlegð var Dante í fjórðung aldar. Eitt sinn, er hann
ráfaði um meginland Evrópu, segir sagan, að hann kæmi.
að næturlagi að gistihúsi og dræpi á dyr. Húsbóndinn stakk
höfði út um glugga og spurði: “Hvað vilt þú maður?”
Dante svaraði: “Eg vil frið”. Dægrum saman stóð hann á
kletti út við sjó og starði votum augum í áttina til Florenz,
ættborgarinnar kæru, og hjarta útlagans blæddi af heim-
þrá. Þegar liðin voru tuttugu og fimm ár fluttu þeir hann
heim — á líkbörum, og jörðuðu hann og lögðu grjóthellu
á leiðið. Sex hundruð árum síðar leitaði Byron skáld uppi
legstað Dantes, féll á kné og grét hástöfum. Honum duldist
ekki að gjöfin dýrmæta, sem Dante gaf heiminum, hafði
orðið til í óveðri sársaukans mikla.
Ekki ódýrri Dantes drápum eru píslarljóðin íslenzku.
Fátækur, svo stundum skorti brauð á borð, holdsveikur,
svo hendur og fætur rotnuðu lifandi, vonsvikinn, svo ástríkt
hjarta fann ei bergmál, úthelti Hallgrímur söng í blóði. Tveim
öldum síðar kom Matthías skáld þar að í anda, sem kvala-