Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1945, Blaðsíða 44

Sameiningin - 01.03.1945, Blaðsíða 44
58 nú aftur upp þennan góða sið. Enginn getur leitt getur að því hvað mikla og góða ávexti það kemur til að bera, ef að þessu væri aftur alment horfið. Það er nærri því óhugsanlegt að þroskinn í því að gefa til starfseminnar út á við geti orðið mikill eða hraðfara, á meðan engir einstaklingar í söfnuð- unum láta þetta svo mikið til sín taka, að þeir leggi sjálfir eitthvað fram frá sér. Eg vil minnast á það hér líka að okkar lúterska kirkja í þessari álfu hefir sérstakan sjóð með höndum, og sérstök fyrirtæki á prjónunum, sem krefjast mikils athyglis og mikils stuðnings, en sem ekki heyra undir þetta kirkjufélags starf, sem eg hefi nú verið að ræða um. Sjóðurinn og fyrir- tækin, sem eg er hér að hugsa um, er nefnt á hérlendu máli “Lutheran World Action”. Sá sjóður og þau fyrirtæki eru aðallega í umsjá þess lúterska sambands hér í álfu, sem nefnist: “The National Lutheran Council”. Því sam- bandi lúterskra manna tilheyra nú nærri öll lútersk kirkju- félög hér í landi. Það sem safnast í þenna sjóð er því geysi- lega mikið. Enda eru þarfirnar fádæma stórfeldar. Vil eg nú gjöra tilraun til að segja frá því hér, á hvern hátt sá mikli sjóður er notaður, sem þannig er safnað í á vegum þessa sambands. 1. Af sjóði þessum er tekið til styrktar trúboðssvæðum hér og hvar í heiminum, sem áður voru algjörlega studd af lúterskum þjóðum í Evrópu, sem nú eru ýmist hernumdar, eða fyrir annara hluta sakir svo fátækar að þær geta ekkert lengur gjört til að styrkja þessi trúboðssvæði. Lúterskt fólk í Ameríku hefir þarna hlaupið undir bagga, og forðað trú- boðum og söfnuðum á þessum svæðum frá hungursneyð, og jafnframt stemt stigu við því að þetta trúboðsstarf, sem lengi var búið að halda uppi yrði nú alveg að engu. 2. Af þessum sjóði er nú líka mjög mikið tekið til stuðnings mönnum og konum, sem eru í herþjónustu. Á mörgum stöðum þar sem mikill fjöldi þess fólks safnast, sem er í herþjónustu, hafa verið stofnaðir þessir svo nefndu “Lutheran Service Centres”. Þetta verða nokkurskonar heimili fyrir þá, sem eru að heiman. Þar eru lestrarstofur, stofur til að skrifa, ýmsar skemtanir, tækifæri að njóta góðra vista, með mörgu fleiru, sem fólkinu er geðþekt og gott. Þetta og ýmislegt annað er verið að gjöra fyrir fólkið, sem er í herþjónustu, með þessum “Lutheran World Action”
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.