Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1945, Blaðsíða 7

Sameiningin - 01.03.1945, Blaðsíða 7
21 Og á þeim krafti þarf nú einmitt hin íslenzka þjóð að halda. Ástæður þær, sem þjóð vor hefir lifað við á undangenginni æfi sinni á ihinni kæru, en hrjóstrugu, afskektu, strjálbygðu og klakabundnu fósturjörð sinni íslandi, hafa orðið sam- einingarleysi manna og sundrung til eflingar. Hjartað í mannfélaginu íslenzka hefir margfrosið til dauða, og hjartað í félagsskap vorum þeim er vér erum að revna að mynda hér í hinum nýju átthögum vorum í betra landi, virðist einatt helfrosið enn. Þegar hjartað frýs, þá helzt líkaminn ekki lengur við. Hann uppleysist í sína dauðu smáparta. En hjartað þarf ekki að frjósa. Ogþegar um frost í andlegum skilningi er að ræða í félagi manna eða einstöku manns- hjarta, þá þarf það frost ekki um aldur og æfi að haldast við. Það getur hætt á svipstundu og ylur og líf fæst í hina dauðu limi. Frelsari mannkynsins vakti menn upp frá dauð- um forðum, og þar sem andi hans býr, þar kemur nýtt líí fram enn. Kristindómurinn, kominn inn í mannshjartað e; aflið, sem bræðir klakann þaðan burt; hann framleiðir líf, samverkanda láf, í öllum limum félagslíkamans, hvort sem hann er stór eða lítill. Svo framarlega sem hinn guðdómlegi endurlausnarkærleikur, sem hið kristilega evangelíum býð- ur syndugum manni, er þeginn af honum, fær rúm í hjarta hans, þá hlýtur þessi kærleikur að koma fram í lífi þessa sama manns, verða áþreyfanlegur í daglegri samvinnu og samlífi hans við aðra menn. “Svo að þeir verði eitt.” — Það er endimarkið kristilega. En það vantar svo mikið á að þessu endimarki sé enn náð í hinum kristnu söfnuðum vorum, sorglega mikið. Lítum á hinn fyrsta söfnuð kristilegrar kirkju í Jerú- salem eins og honum er lýst í Postulanna gjörningum (2, 42 og 44); “Þeir héldu sér stöðuglega við postulanna kenn- ing í félagsskap”, og: “En allir, sem trúaðir urðu, héldu saman”. Þeir gátu ekki annað en haldið saman. Líf þeirra hlaut að vera sameining. Af hver.ju? Af því að þeir voru trúaðir, en ekki vantrúaðir; af því að hinn lífgandi og sam- an dragandi kærleikur guðs brann í hjörtum þeirra. Af hverju heldur fólk í söfnuðum vorum ekki saman? Af hverju kemur þessi smásálarlega sundrung og tvídrægni, þessar leiðinlegu deilur út af smámunum, þessi fúsleiki manna tií að draga sig út úr öllum félagsskap, ef þ.eir hafa ekki í hverju einu vilja sinn fram? Af hverju eru menn svo naprir og beiskir í orðum sínum hver við annan og hver -um annan,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.