Sameiningin - 01.03.1945, Blaðsíða 9
23
ársfundur hefir ályktað, inn í meðvitund almennings í sín-
um eigin söfnuðum. Ársfundurinn á að vera máttartaug
sameiningarinnar hið ytra; en þessi þáttur er sundurskorinn
og sundrung komin í stað sameiningar, ef ályktanir árs-
fundarins eru að vettugi virtar af þeim, er þær eru gjörðar
af eða gjörðar fyrir.
Þá er það, sem hér er ritað, kemur fyrir almennings-
sjónir, verður að vonum hinn 2. ársfundur kirkjufélags vors
um garð genginn. Starf hans verður ekki vegið fyrir fram.
En svo mikið má segja, að það á að verða til þess að styðja
kirkju vora og kristindóm og þar af leiðandi til stuðnings því
að vér íslendingar, þótt vér séum 'hér í líkamlegri dreifing,
getum á andlegan hátt verið hver öðrum sameinaðir. En
það er undir einstaklingunum í söfnuðunum komið, hvor'c
það, sem á ársfundi er unnið til þess að styðja kristilega
sameining manna, verður til sameiningar eða ekki. Það verð-
ur til sameiningar, þótt sjálfsagt verði ófullkomið, ef al-
menningur lætur þessi bænar orð Jesú Krists bergmála í
hjarta sínu:
“Svo að allir sé eitt”.
*
Þeir fórnuðu sér í staifinu til seinustu stundar
(Kirkjublaðið)
Sagt er frá því, að þegar flutningaskip eitt í Norður-
Atlantshafi var að sökkva, eftir að hafa verið hæft tundur-
skeyti, hafi þar verið um borð tveir mótmælendaprestar,
einn kaþólskur prestur og einn gyðinglegur rabbí, er sýndu
mikla hughreysti og fórnarlund við björgunarstarfið. Komu
þeir auga á fjóra menn, sem ekki höfðu björgunarbelti.
Tóku prestarnir þá strax af sér beltin, er þeir höfðu fengið
og settu þau á þessa menn. Síðan hjálpuðu prestarnir við
björgunarstarfið í hinum mikla sjógangi, og svo kom að því,
að ekkert rúm var lengur í björgunarbátunum. — Þeir, sem
af komust, sögðu seinna frá því, að þefr hefðu séð prestana
vera á sameiginlegri bæn um leið og skipið var að sökkva
með þá í djúp hafsins. — Þeir höfðu dáið til þess að aðrir
mættu lifa.